MINITALIA
  • AFTUR HEIM
  • HÉRUÐ ÍTALÍU
    • ABRUZZO
    • BASILICATA
    • CALABRÍA
    • CAMPANÍA
    • EMILIA - ROMAGNA
    • FRIULI - VENEZIA GIULIA
    • LAZIO
    • LÍGÚRÍA
    • LOMBARDÍA
    • MARCHE
    • MOLISE
    • PIEMONTE
    • PUGLIA
    • SARDINÍA
    • SIKILEY
    • TOSKANA
    • TRENTINO - ALTO ADIGE
    • ÚMBRÍA
    • VALLE D'AOSTA
    • VENETO
  • UPPSKRIFTIR
    • FORRÉTTIR
    • PASTA
    • RISOTTÓ
    • PIZZUR
    • AÐALRÉTTIR
    • EFTIRRÉTTIR
    • BRAUÐ OG KÖKUR
    • SÓSUR OG PESTÓ
  • FERÐALAGIÐ
    • AMALFÍ
    • BERGAMO
    • BOLOGNA
    • CAPRI
    • CINQUE TERRE
    • FENEYJAR
    • FLÓRENS
    • GENÓA
    • LUCCA
    • MINORI
    • MÍLANÓ
    • PARMA
    • PISA
    • PORTOFINO
    • POSITANO
    • RAVELLO
    • SAN GIMIGNANO
    • SAN REMO
    • SIENA
    • TÓRÍNÓ
    • TRIESTE
    • VERONA
    • VIAREGGIO
  • UM MINITALIA

G.D. Vajra Langhe DOC Nebbiolo 2010

1/13/2014

0 Comments

 
Picture
Piemonte er eitt virtasta vínræktarhérað Ítalíu og þaðan koma mörg stórkostleg vín. Innan héraðsins Piemonte, nánar tiltekið í hlíðunum umhverfis borgina Asti, má finna svæði sem kallast Langhe en þar má finna mörg af bestu vínum héraðsins, t.d. Barolo og Barbaresco. Vínræktin á þessu svæði einkennist af mörgum smáum fjölskyldureknum vínframleiðendum sem leggja ofuráherslu á gæði framleiðslunnar. Vínhúsið G.D. Vajra er þar engin undantekning og framleiðir framúskarandi vín á borð við Barolo, Barberad‘Alba, Dolcetto d‘Alba og Langhe Nebbiolo.

Rauðvínið G.D. Vajra Langhe DOC Nebbiolo 2010 er framleitt einvörðungu úr þrúgunni Nebbiolo líkt á vínin Barolo og Barbaresco en þrúgurnar eru af yngri vínviði sem þetta vín er unnið úr. Þrúgurnar eru handtýndar um miðjan október og fyrst látið þroskast í stáltönkum í 6 mánuði áður en það er sett á flöskur og sett á markað.

Lýsing: Kirsuberjarautt. Meðalfylling, þurrt, fersk sýra, þurrkandi tannín. Rauð ber, tjara, lakkrís, rósir.

Einkunnir ýmissa fagaðila:
Vinous Antonio Galloni: 92/100 – CellarTracker: 90/100 – Wine Spectator: 88/100 – Jancis Robinson: 16/20.

G.D. Vajra Langhe DOC Nebbiolo 2010 fæst í Vínbúðinni og kostar kr. 3.790.

Gott er að umhella víninu með að minnsta kosti klukkutíma fyrirvara til að gefa víninu tækifæri til að opna sig.

0 Comments



Leave a Reply.

© 2013 Minitalia.is - Allur réttur áskilinn - [email protected]