Piemonte er eitt virtasta vínræktarhérað Ítalíu og þaðan koma mörg stórkostleg vín. Innan héraðsins Piemonte, nánar tiltekið í hlíðunum umhverfis borgina Asti, má finna svæði sem kallast Langhe en þar má finna mörg af bestu vínum héraðsins, t.d. Barolo og Barbaresco. Vínræktin á þessu svæði einkennist af mörgum smáum fjölskyldureknum vínframleiðendum sem leggja ofuráherslu á gæði framleiðslunnar. Vínhúsið G.D. Vajra er þar engin undantekning og framleiðir framúrskarandi vín á borð við Barolo, Barbera d‘Alba, Dolcetto d‘Alba og Langhe Nebbiolo.
Rauðvínið G.D Vajra Barbera‘Alba er framleitt 100% úr þrúgunni Barbera sem ásamt Nebbiolo og Dolcetto eru þrjár meginrauðvínsþrúgur Piemonte. Þrúgurnar í þetta vín koma af sex mismunandi vínræktarsvæðum innan svæðisins Langhe, þ.e. Fossati, San Pietro, Passau, Fontani, Piedicucche og Bricco Bertone. Þrúgurnar eru handtýndar um miðjan september, gerjun vínsins stendur yfir í 15-20 daga en að því loknu er vínið látið þroskast í 12 mánuði, bæði í eikartunnum og stáltönkum, áður það er sett á flöskur og sett á markað.
Lýsing:
Rúbínrautt. Létt meðalfylling, þurrt, sýruríkt, mild tannín. Hindber, súr kirsuber,lauftónar.
Einkunnir ýmissa fagaðila:
Vinous Antonio Galloni: 89/100 – CellarTracker: 89/100 – Jancis Robinson: 16/20.
G.D. Vajra Barbera d'Alba DOC 2010 fæst í Vínbúðinni og kostar kr. 3.795.
Rauðvínið G.D Vajra Barbera‘Alba er framleitt 100% úr þrúgunni Barbera sem ásamt Nebbiolo og Dolcetto eru þrjár meginrauðvínsþrúgur Piemonte. Þrúgurnar í þetta vín koma af sex mismunandi vínræktarsvæðum innan svæðisins Langhe, þ.e. Fossati, San Pietro, Passau, Fontani, Piedicucche og Bricco Bertone. Þrúgurnar eru handtýndar um miðjan september, gerjun vínsins stendur yfir í 15-20 daga en að því loknu er vínið látið þroskast í 12 mánuði, bæði í eikartunnum og stáltönkum, áður það er sett á flöskur og sett á markað.
Lýsing:
Rúbínrautt. Létt meðalfylling, þurrt, sýruríkt, mild tannín. Hindber, súr kirsuber,lauftónar.
Einkunnir ýmissa fagaðila:
Vinous Antonio Galloni: 89/100 – CellarTracker: 89/100 – Jancis Robinson: 16/20.
G.D. Vajra Barbera d'Alba DOC 2010 fæst í Vínbúðinni og kostar kr. 3.795.