Fusilli er langt og mjótt pasta sem er eins og skrúfa í laginu. Fusilli er oftast hvítt en að auki er hægt að finna rautt fusilli sem blandað er með rauðrófum eða tómötum, grænt fusilli sem blandað hefur verið með spínati og svart fusilli sem blandað hefur verið með smokkfiski. Fusilli getur bæði verið gegnheilt eða holt að innan en hola afbrigðið kallast fusilli bucati.
Fusilli fer vel með þykkum og bragðmiklum sósum sem henta vel hinu skrúfulaga formi þess. Fusilli er upprunanlega frá Campania og bragðast það sérstaklega vel með ragú alla napoletana og öðrum sósum sem innihalda tómata. Fusilli er einnig mikið notað með sósum á borð við Salsa di noci og Pesto alla Genovese sem eiga uppruna sinn í Lígúría.
Fusilli fer vel með þykkum og bragðmiklum sósum sem henta vel hinu skrúfulaga formi þess. Fusilli er upprunanlega frá Campania og bragðast það sérstaklega vel með ragú alla napoletana og öðrum sósum sem innihalda tómata. Fusilli er einnig mikið notað með sósum á borð við Salsa di noci og Pesto alla Genovese sem eiga uppruna sinn í Lígúría.