1) 335 gr hveiti 2) 1 tsk sykur 3) 8 gr þurrger 4) 6 gr salt 5) 2 msk ólífuolía 6) 200 ml volgt vatn
Aðferð
1) Leysið gerið upp í helmingnum af volga vatninu. 2) Bætið sykrinum við og hrærið saman við. 3) Leysið saltið upp í hinum helmingnum af volga vatninu. 4) Bætið ólífuolíunni út í saltvatnið og hrærið vel saman. 5) Setjið hveitið í stóra skál 6) Setjið allan vökvann út í hveitið og hnoðið vel saman, fyrst í skálinni en síðan á borðinu. Hnoðið deigið þar til það er orðið slétt og mjúkt. 7) Myndið því næst bolta úr deiginu, leggið það aftur í skálina og látið hefast við stofuhita í 1-1,5 klst. Gott er að leggja rakan klút yfir skálina á meðan deigið er að hefast.