MINITALIA
  • AFTUR HEIM
  • HÉRUÐ ÍTALÍU
    • ABRUZZO
    • BASILICATA
    • CALABRÍA
    • CAMPANÍA
    • EMILIA - ROMAGNA
    • FRIULI - VENEZIA GIULIA
    • LAZIO
    • LÍGÚRÍA
    • LOMBARDÍA
    • MARCHE
    • MOLISE
    • PIEMONTE
    • PUGLIA
    • SARDINÍA
    • SIKILEY
    • TOSKANA
    • TRENTINO - ALTO ADIGE
    • ÚMBRÍA
    • VALLE D'AOSTA
    • VENETO
  • UPPSKRIFTIR
    • FORRÉTTIR
    • PASTA
    • RISOTTÓ
    • PIZZUR
    • AÐALRÉTTIR
    • EFTIRRÉTTIR
    • BRAUÐ OG KÖKUR
    • SÓSUR OG PESTÓ
  • FERÐALAGIÐ
    • AMALFÍ
    • BERGAMO
    • BOLOGNA
    • CAPRI
    • CINQUE TERRE
    • FENEYJAR
    • FLÓRENS
    • GENÓA
    • LUCCA
    • MINORI
    • MÍLANÓ
    • PARMA
    • PISA
    • PORTOFINO
    • POSITANO
    • RAVELLO
    • SAN GIMIGNANO
    • SAN REMO
    • SIENA
    • TÓRÍNÓ
    • TRIESTE
    • VERONA
    • VIAREGGIO
  • UM MINITALIA

FRITTATA MEÐ BROKKÓLÍ, TILBÚIN Á AUGABRAGÐI - SKREF FYRIR SKREF

7/25/2016

0 Comments

 
Hérnar erum við að tala um æðislega Frittata með brokkólí, spínati og chilli sem tilbúin er á aðeins 15 mínútum. Flott fyrir brönsinn eða einfaldlega sem geggjaður morgunmatur þegar maður vill gera virkilega vel við sig en samt halda sér á hollari línunni. Frittata er ítölsk eggjakaka sem hægt er að gera á ótal vegu, t.d. ýmsu kjötáleggi, grænmeti og allskonar ostum. En þess má geta að ítalska orðið "frittata" þýðir einfaldlega "steiktur".
Picture
Hráefni
1) 6 egg 2) 1 stk laukur, skorinn smátt 3) 1 stk rauður chilli, nokkuð stór og skorinn smátt 4) 1 stk lítll haus af brokkólí, skorin gróft 5) ein lúka af spínat 6) Basilíka 7) steinselja 8) 60 gr parmesan 9) ólífuolía 10) Salt

Aðferð
1) Setjið 6 egg í skál og 2) pískið þau létt saman. 3) Bætið helmingnum af ostinum saman við eggin og hrærið þessu öllu létt saman. 4) Hitið 2 msk af ólífuolíu á góðri pönnu.
SKREF 1
SKREF 2
SKREF 3
SKREF 4
5) Bætið lauknum ásamt rauðum chilli á pönnuna og látið malla við lágan hita í c.a. 5 mínutur eða þar til laukurinn hefur mýkst þó nokkuð, passið að laukurinn brenni ekki. 6) Bætið grófskornu brokkólí á pönnuna og steikið áfram í c.a. 5 mínútur á miðlungshita. 7) Bætið spínat, basilíku og steinselju á pönnuna og steikið áfram í u.þ.b. 2-3 mínútur. 8) Hellið nú eggjablöndunni góðu saman við blönduna góðu.
SKREF 5
SKREF 6
SKREF 7
SKREF 8
9) Látið þetta svo steikjast undir loki í ca. 7-8 mínútur. 10) Næsta mál á dagskrá er að setja venjulegan matardisk ofan á eggjakökuna, snúa henni við og láta hina hliðina snúa niður. 11) Látum eggjakökuna stekjast á þessari hlið í ca. 4 mínútur. 12) Tökum þá eggjakökuna af pönnunni oig setjum á disk, stráum hinum helmingnum af rifnum ostinum yfir eggjakökuna og berið hana strax fram.
SKREF 9
SKREF 10
SKREF 11
SKREF 12
0 Comments



Leave a Reply.

© 2013 Minitalia.is - Allur réttur áskilinn - [email protected]