Hérnar erum við að tala um æðislega Frittata með brokkólí, spínati og chilli sem tilbúin er á aðeins 15 mínútum. Flott fyrir brönsinn eða einfaldlega sem geggjaður morgunmatur þegar maður vill gera virkilega vel við sig en samt halda sér á hollari línunni. Frittata er ítölsk eggjakaka sem hægt er að gera á ótal vegu, t.d. ýmsu kjötáleggi, grænmeti og allskonar ostum. En þess má geta að ítalska orðið "frittata" þýðir einfaldlega "steiktur".
Hráefni
1) 6 egg 2) 1 stk laukur, skorinn smátt 3) 1 stk rauður chilli, nokkuð stór og skorinn smátt 4) 1 stk lítll haus af brokkólí, skorin gróft 5) ein lúka af spínat 6) Basilíka 7) steinselja 8) 60 gr parmesan 9) ólífuolía 10) Salt
Aðferð
1) Setjið 6 egg í skál og 2) pískið þau létt saman. 3) Bætið helmingnum af ostinum saman við eggin og hrærið þessu öllu létt saman. 4) Hitið 2 msk af ólífuolíu á góðri pönnu.
1) 6 egg 2) 1 stk laukur, skorinn smátt 3) 1 stk rauður chilli, nokkuð stór og skorinn smátt 4) 1 stk lítll haus af brokkólí, skorin gróft 5) ein lúka af spínat 6) Basilíka 7) steinselja 8) 60 gr parmesan 9) ólífuolía 10) Salt
Aðferð
1) Setjið 6 egg í skál og 2) pískið þau létt saman. 3) Bætið helmingnum af ostinum saman við eggin og hrærið þessu öllu létt saman. 4) Hitið 2 msk af ólífuolíu á góðri pönnu.
5) Bætið lauknum ásamt rauðum chilli á pönnuna og látið malla við lágan hita í c.a. 5 mínutur eða þar til laukurinn hefur mýkst þó nokkuð, passið að laukurinn brenni ekki. 6) Bætið grófskornu brokkólí á pönnuna og steikið áfram í c.a. 5 mínútur á miðlungshita. 7) Bætið spínat, basilíku og steinselju á pönnuna og steikið áfram í u.þ.b. 2-3 mínútur. 8) Hellið nú eggjablöndunni góðu saman við blönduna góðu.
9) Látið þetta svo steikjast undir loki í ca. 7-8 mínútur. 10) Næsta mál á dagskrá er að setja venjulegan matardisk ofan á eggjakökuna, snúa henni við og láta hina hliðina snúa niður. 11) Látum eggjakökuna stekjast á þessari hlið í ca. 4 mínútur. 12) Tökum þá eggjakökuna af pönnunni oig setjum á disk, stráum hinum helmingnum af rifnum ostinum yfir eggjakökuna og berið hana strax fram.