Ítalski vatnsframleiðandinn San Pellegrino hefur á undanförnum árum og áratugum náð að byggja framúrskarandi ímynd á sínum markaði. Þar sem við Íslendingar lítum á okkar stórkostlega vatn sem sjálfsagðan hlut þá finnst okkur svolítið skrýtið að fyrirtæki komist upp með að selja venjulegt vatn dýru verði og jafnvel á mun hærra verði en keppinautarnir. En San Pellegrino hefur tekist að skapa þá ímynd sem gerir það að verkum að fólk kýs að drekka þeirra vatn og greiða fyrir það umframverð. Ímynd San Pelligrino byggir á frelsi, gleði og fegurð með mikla áherslu á mat og drykk.
Hér er dæmi um auglýsingu frá San Pellegrino þar sem ungt fólk ferðast um Ítalíu og upplifir margt af því besta sem landið hefur upp á að bjóða.
Hér er dæmi um auglýsingu frá San Pellegrino þar sem ungt fólk ferðast um Ítalíu og upplifir margt af því besta sem landið hefur upp á að bjóða.