Focaccia er ofnbakað ítalskt brauð sem er upprunanlega frá héraðinu Ligúría en er vinsælt um alla Ítalíu. Venjulega er þetta brauð einungis kryddað með ólífuolíu og sjávarsalt enstundum er það kryddað t.d. með ýmsum tegundum af harðgerðum kryddjurtum, ólífum, tómötum og lauk.
Focaccia er oft borðað sem meðlæti með góðri máltíð, notað sem samlokubrauð, með kjöti, ostum og pestó sem dásamlegur forréttur eða bara borðað eitt og sér þegar tækifæri gefst. Það er frábært að baka þetta brauð, skera það í hæfilega sneiðar og eiga það í frystinum. Síðan er tilvalið að taka nokkrar sneiðar, hita þær í mínútugrilli og borða t.d. með súpum, lasagna og pastaréttum.
Focaccia er oft borðað sem meðlæti með góðri máltíð, notað sem samlokubrauð, með kjöti, ostum og pestó sem dásamlegur forréttur eða bara borðað eitt og sér þegar tækifæri gefst. Það er frábært að baka þetta brauð, skera það í hæfilega sneiðar og eiga það í frystinum. Síðan er tilvalið að taka nokkrar sneiðar, hita þær í mínútugrilli og borða t.d. með súpum, lasagna og pastaréttum.
Hráefni
1) 500 gr hveiti 2) 500 gr semolinahveiti 3) 30 gr þunnfljótandi hunang 4) 30 gr pressuger 5) 30 gr fínt salt 6) 650 ml vatn volgt vatn 7) ólífuolíu 8) Sjávar salt
Aðferð
1) Blandið saman hveiti og semolinahveiti í stóra skál. 2) Leysið gerið, saltið og hunangið upp í volga vatninu, hvert í sinni skálinni. 3) Bætið öllum vökvanum saman við hveitið. 4) Hnoðið fyrst saman í skálinni en síðan á borði og hnoðið þessu vel saman. Hafið það í huga að deigið á að vera blautt.
1) 500 gr hveiti 2) 500 gr semolinahveiti 3) 30 gr þunnfljótandi hunang 4) 30 gr pressuger 5) 30 gr fínt salt 6) 650 ml vatn volgt vatn 7) ólífuolíu 8) Sjávar salt
Aðferð
1) Blandið saman hveiti og semolinahveiti í stóra skál. 2) Leysið gerið, saltið og hunangið upp í volga vatninu, hvert í sinni skálinni. 3) Bætið öllum vökvanum saman við hveitið. 4) Hnoðið fyrst saman í skálinni en síðan á borði og hnoðið þessu vel saman. Hafið það í huga að deigið á að vera blautt.
5) Setjið deigið aftur í skálina og látið það hefast í u.þ.b. 60 mínútur. 6) Setjið vel af olíu á bökunarplötu, sláið deigið niður á plötuna og þjappið niður með fingrunum þar til deigið fyllir út í plötuna. Hægt er að velja á milli þess að setja deigið á eina plötu eða tvær, allt eftir því hversu þykkt maður vill hafa brauðið. Kryddið með salti og ólífuolíu og látið þetta hefast á nýjan leik volgum stað í 45 mínútur til viðbótar. 7) Setjið plötuna inn í ofn og bakið við 220 gráður í kringum 14-18 mínútur eða þar til brauðið er fallega brúnað. Leyfið síðan brauðinu að kólna lítillega áður en það er skorið.