Þessi ofurfljótlegi pastaréttur er bæði bragðmikill en virkilega ferskur á sama tíma. Hvernig geta hlutirnir farið úrskeiðis þegar þú ert með þessi hráefni í höndunum: hvítlaukur, chilli, kapers, ansjósur, tómatar, túnfiskur og klettasalat? Hráefnin spila dásamlega vel saman og mynda flottan rétt sem tilbúinn er á augabragði.
Hráefni
1) 400 gr spaghetti 2) 4 stk hvítlauksrif 3) 1 stk rauður chillibelgur 4) 10 stk cherry-tómatar, skornir í fjórðunga 5) 4 stk ansjósuflök 6) 2 msk kapers 7) 1 dós af túnfiski í vatni 8) klettasalat 9) salt 10) pipar 11) ólífuolía
Aðferð
1) Sjóðið pastað, farið eftir leiðbeiningunum á pakkanum og ofsjóðið það ekki. Hitið 5-6 msk. af ólíuolíu á góðum potti og bætið við söxuðum hvítlauk, chilli, tómötunum, kapers, ansjósum og látið þetta steikjast við miðlungshita í 4-5 mínútur. 2) Nú er pastað passlega soðið, hellið vatninu af pastanu, bætið því út a pönnuna ásamt helmingnum af klettasalatinu og blandið vel saman. Geymið smá af pastavatninu. 3) Brytjið túnfiskinn í litlar flögur og setjið hann út í blönduna góðu.
1) 400 gr spaghetti 2) 4 stk hvítlauksrif 3) 1 stk rauður chillibelgur 4) 10 stk cherry-tómatar, skornir í fjórðunga 5) 4 stk ansjósuflök 6) 2 msk kapers 7) 1 dós af túnfiski í vatni 8) klettasalat 9) salt 10) pipar 11) ólífuolía
Aðferð
1) Sjóðið pastað, farið eftir leiðbeiningunum á pakkanum og ofsjóðið það ekki. Hitið 5-6 msk. af ólíuolíu á góðum potti og bætið við söxuðum hvítlauk, chilli, tómötunum, kapers, ansjósum og látið þetta steikjast við miðlungshita í 4-5 mínútur. 2) Nú er pastað passlega soðið, hellið vatninu af pastanu, bætið því út a pönnuna ásamt helmingnum af klettasalatinu og blandið vel saman. Geymið smá af pastavatninu. 3) Brytjið túnfiskinn í litlar flögur og setjið hann út í blönduna góðu.
4) Hellið 2 dl af pastavatninu út í pastað. 5) Kreistið safa úr hálfri sítrónu yfir herlegheitin 6) Skammtið á diskana og bætið að lokum klettasalati á toppinn, kreistið smá sítrónu yfir og berið réttinn strax fram.