MINITALIA
  • AFTUR HEIM
  • HÉRUÐ ÍTALÍU
    • ABRUZZO
    • BASILICATA
    • CALABRÍA
    • CAMPANÍA
    • EMILIA - ROMAGNA
    • FRIULI - VENEZIA GIULIA
    • LAZIO
    • LÍGÚRÍA
    • LOMBARDÍA
    • MARCHE
    • MOLISE
    • PIEMONTE
    • PUGLIA
    • SARDINÍA
    • SIKILEY
    • TOSKANA
    • TRENTINO - ALTO ADIGE
    • ÚMBRÍA
    • VALLE D'AOSTA
    • VENETO
  • UPPSKRIFTIR
    • FORRÉTTIR
    • PASTA
    • RISOTTÓ
    • PIZZUR
    • AÐALRÉTTIR
    • EFTIRRÉTTIR
    • BRAUÐ OG KÖKUR
    • SÓSUR OG PESTÓ
  • FERÐALAGIÐ
    • AMALFÍ
    • BERGAMO
    • BOLOGNA
    • CAPRI
    • CINQUE TERRE
    • FENEYJAR
    • FLÓRENS
    • GENÓA
    • LUCCA
    • MINORI
    • MÍLANÓ
    • PARMA
    • PISA
    • PORTOFINO
    • POSITANO
    • RAVELLO
    • SAN GIMIGNANO
    • SAN REMO
    • SIENA
    • TÓRÍNÓ
    • TRIESTE
    • VERONA
    • VIAREGGIO
  • UM MINITALIA

Eggaldinturn með tómötum, basilíku og parmesan; og lífið verður aldrei samt

9/23/2015

0 Comments

 
Eggaldinturn með tómötum, basilíku og parmesan er dásamlegur forréttur eða jafnvel milliréttur til þess að æra bragðlaukana. Ferskur en á sama tíma svo margslunginn. Rétturinn er svolítið í anda Parmigiana di Melanzane; sömu hráefnin, sami uppruninn, sömu töfrarnir.
Picture
Hráefni í sex turna
1) 12 sneiðar af eggaldin, c.a. 1 cm þykkar sneiðar. 2) 12 stórar sneiðar af þroskuðum tómötum, c.a. 1 cm þykkar 3) lúka af basilíku 4) 100 gr parmesan 5) ólífuolía 6) 1 stk hvítlauksrif 7) sjávarsalt 8) svartur pipar úr kvörn.

Aðferð
1) Skerið eggaldinin í c.a. 1 cm þykkar sneiðar, gott er að notast við mandólín til að fá sneiðarnar sem jafnastar en auðvitað er líka hægt að skera þær með góðum hníf. 2) Setjið nokkrar eggaldinsneiðar í botninn á stóru sigti, saltið síðan með grófu sjálvarsalti, svo annað lag af eggaldinsneiðum, saltið á nýjan leik og svo koll af kolli þar til búið er að salta allar sneiðarnar. 3) Setjið sigtið með eggaldinsneiðunum í stóra skál og setjið disk ofan á 4) og síðan eitthvað þungt til að setja smá þrýsting.
STIG 1
STIG 2
STIG 3
STIG 4
5) Penslið eggaldinsneiðarnar með  ólíuolíu og grillið eggaldin sneiðarnar í 3-4 mínútur á hvorri hlið, annaðhvort á grillpönnu eða mínutugrilli. Leggið eggaldinsneið sem grunn undir flottan turn og penslið með ólífuolíu.  6) Bætið síðan við saxaðri basilíku, 7) og svo einni tómatasneið á hvern turn og 8) og stráið svo nýrifnum parmesan yfir tómatssneiðina.
STIG 5
STIG 6
STIG 7
STIG 8
9) Síðan er sett eggaldinsneið á nýjan leik, penslað með ólífuolíu og stráð yfir saxaðri basilíku. 10) Að lokum er lögð tómatasneið á toppinn á turninn og 11) parmesan stráð yfir að lokum. Að lokum eruherlegheitin sett inn 200 gráðu heitan ofn í c.a. 20 mínútur. Takið turnanna úr ofninum, stráið saxaðri basilíku, smá skvettu af ólífuolíu ásamt nýrifnum parmesan. Þá er allt klárt og herlegheitin borin fram.
STIG 9
STIG 10
STIG 11
0 Comments



Leave a Reply.

© 2013 Minitalia.is - Allur réttur áskilinn - [email protected]