Eggaldinrúllur með mozzarella, á ítölsku kallast þessi réttur Involtini di melanzane alla parmigiana, er dásamlegur forréttur. Það ríkis nokkur óvissa um uppruna þessa réttar, hvort hann sé uppruninn frá Emilia Romagna, Campania eða Sikiley. En þær þrætur hafa ekki áhrif á þá staðreynd að hér er um að ræða dásamlega góðan rétt sem er tilvalinn sem forréttur eða sem smáréttur á hlaðborðið.
Hráefni, handa fjórum
1) 2 stk langir eggaldin 2) 250 gr mozzarella 3) Ólífuolía 4) 50 gr parmesan 5) 1 dós af tómötum í dós frá góðum framleiðanda, t.d. Cirio eða Del Cecco 6) oreganó 7) 2 hvítlauksrif 8) Salt
Aðferð
1) Skerið eggaldinin í þunnar sneiðar, ca. 3-4 mm. 2) Grillið eggaldinin á vel heitu mínútugrilli þar til hann fer að mýkjast ögn með fallegum línum eftir grillið 3) Á meðan verið er að grilla eggaldinin þá er kjörið að gera sósuna. 4) Hitið ólífuolíu á pönnu eða potti og bætið hvítlauknum út í olíuna. 5) Síðan er að bæta tómötunum, saltið og látið malla í c.a. 10-15 mín á vægum hita. 6) Bætið loks við oregano eftir smekk, smakkið sósuna og saltið ef með þarf. 7) Rífið mozzarellaostinn smátt 8) Þegar búið að grilla eggaldinið er komið að því að búa til eggaldinrúllurnar 9) Setjið bökunarpappír á ofnplötu og hellið smá olífuolíu yfir hann, samt ekki of mikið. 10) Takið sneið af eggaldin, hellið smá sletu af ólífuolíu, ögn af sjávarsalti og loks mozzarella. Að þessu loknu er eggaldinsneiðinni rúllað upp eins og sést á myninni hér fyrir ofan. Að síðustu er sma magni af rifnum parmesan stráð yfir rúlluna. Ef erfitt reynist að halda rúllunni saman er hægt að festa hana t.d. með tannstöngli. 11) Síðan þegar allar eggaldinrúllurnar eru komnar á ofnplötuna er hún sett inn í 170 gráðu heitan ofn í u.þ.b. 7-8 mínútur, kíkið á þær annað slagið því við viljum ekki að osturinn fari út um allt.
Flottur forréttur sem er gott að njóta í faðmi fjölskyldu og vina.
1) 2 stk langir eggaldin 2) 250 gr mozzarella 3) Ólífuolía 4) 50 gr parmesan 5) 1 dós af tómötum í dós frá góðum framleiðanda, t.d. Cirio eða Del Cecco 6) oreganó 7) 2 hvítlauksrif 8) Salt
Aðferð
1) Skerið eggaldinin í þunnar sneiðar, ca. 3-4 mm. 2) Grillið eggaldinin á vel heitu mínútugrilli þar til hann fer að mýkjast ögn með fallegum línum eftir grillið 3) Á meðan verið er að grilla eggaldinin þá er kjörið að gera sósuna. 4) Hitið ólífuolíu á pönnu eða potti og bætið hvítlauknum út í olíuna. 5) Síðan er að bæta tómötunum, saltið og látið malla í c.a. 10-15 mín á vægum hita. 6) Bætið loks við oregano eftir smekk, smakkið sósuna og saltið ef með þarf. 7) Rífið mozzarellaostinn smátt 8) Þegar búið að grilla eggaldinið er komið að því að búa til eggaldinrúllurnar 9) Setjið bökunarpappír á ofnplötu og hellið smá olífuolíu yfir hann, samt ekki of mikið. 10) Takið sneið af eggaldin, hellið smá sletu af ólífuolíu, ögn af sjávarsalti og loks mozzarella. Að þessu loknu er eggaldinsneiðinni rúllað upp eins og sést á myninni hér fyrir ofan. Að síðustu er sma magni af rifnum parmesan stráð yfir rúlluna. Ef erfitt reynist að halda rúllunni saman er hægt að festa hana t.d. með tannstöngli. 11) Síðan þegar allar eggaldinrúllurnar eru komnar á ofnplötuna er hún sett inn í 170 gráðu heitan ofn í u.þ.b. 7-8 mínútur, kíkið á þær annað slagið því við viljum ekki að osturinn fari út um allt.
Flottur forréttur sem er gott að njóta í faðmi fjölskyldu og vina.