Eggaldin með parmesan, á ítölsku kallast þessi réttur Parmigiana di Melanzane, er í einu orði sagt stórkostlegur réttur. Það ríkis nokkur óvissa um uppruna þessa réttar, stundum er hann sagður uppruninn frá Emilia Romagna eða Campania en þó oftast kenndur við Sikiley. Við skulum ekki láta þær þrætur hafa áhrif á þá staðreynd að hér er um að ræða dásamlega góðan rétt sem er tilvalinn sem fyrsti réttur fyrir sex eða jafnvel sem aðalréttur fyrir fjóra. Parmigiana di Melanzane er einn af þessum réttum sem maður grípur til þegar manni langar virkilega til að SLÁ Í GEGN.
Hráefni
1) 3 stk langir eggaldin, c.a. 750 gr 2) 250 gr mozzarella 3) 100 gr parmesan 4) Ólífuolía 5) 1stk hvítlauksrif 6) 1 stk laukur, smáttsaxaður 7) 2 dósar af niðursoðnum tómötum 8) 2 msk af tómatpúrru 9) 20 stk lauf af basilíku 10) salt.
Að auki þarf 11) u.þ.b. 100 grömm af grófu sjávarsalti til að salta eggaldinið og 12) u.þ.b. hálfan lítra af olíu til djúpsteikingar.
Aðferð
1) Skerið eggaldinin eftir endilöngu í ca. 0,5 cm sneiðar, gott er að notast við mandólín til að fá sneiðarnar sem jafnastar en auðvitað er hægt að skera þær líka með góðum hnífi. 2) Setjið 2-3 eggaldinsneiðar í botninn á stóru sigti, saltið síðan með grófu sjávarsalti, svo annað lag af eggaldinsneiðum og svo koll af kolli þar til búið er að salta allar sneiðarnar. 3) Setjið sigtið með eggaldinsneiðunum í stóra skál, setjið disk yfir, þrýstið létt á sneiðarnar og látið standa í 1 klukkustund.
1) 3 stk langir eggaldin, c.a. 750 gr 2) 250 gr mozzarella 3) 100 gr parmesan 4) Ólífuolía 5) 1stk hvítlauksrif 6) 1 stk laukur, smáttsaxaður 7) 2 dósar af niðursoðnum tómötum 8) 2 msk af tómatpúrru 9) 20 stk lauf af basilíku 10) salt.
Að auki þarf 11) u.þ.b. 100 grömm af grófu sjávarsalti til að salta eggaldinið og 12) u.þ.b. hálfan lítra af olíu til djúpsteikingar.
Aðferð
1) Skerið eggaldinin eftir endilöngu í ca. 0,5 cm sneiðar, gott er að notast við mandólín til að fá sneiðarnar sem jafnastar en auðvitað er hægt að skera þær líka með góðum hnífi. 2) Setjið 2-3 eggaldinsneiðar í botninn á stóru sigti, saltið síðan með grófu sjávarsalti, svo annað lag af eggaldinsneiðum og svo koll af kolli þar til búið er að salta allar sneiðarnar. 3) Setjið sigtið með eggaldinsneiðunum í stóra skál, setjið disk yfir, þrýstið létt á sneiðarnar og látið standa í 1 klukkustund.
Á meðan er gott að búa til tómatssósuna. 4) Setjið ólífuolíu á á góða pönnu og bætið við hvítlauk og lauk og svissið við lágan hita í u.þ.b. 5 mínútur. 5) Takið tvær dósir af tómötum í dós og maukið þá með töfrasprota eða matvinnsluvél. Bætið þeim á pönnuna, saltið eftir þörfum og látið malla í 10-15 mínútur 6) Bætið við basilíku og látið malla áfram í 5 mínútur. Smakkið á sósunni, saltið eftir þörfum og setjið hana til hliðar.
7) Þegar eggaldinsneiðarnar hafa legið í saltinu í klukkustund er saltinu skolað af þeim og þær þurrkaðar létt. 8) Hitið ólífuolíuna á pönnu hægt og rólega. 9) Djúpsteikið eggaldinsneiðarnar.
10) Leggið eggaldinsneiðarnar til hliðar. 11) Penslið eldfast mót með ólífuolíu 12) Setjið svo fyrst lag af tómatssósunni og þar á eftir lag af eggaldinsneiðum.
13) Tómatssósa er sett yfir eggaldinsneiðarnar. 14) Að því loknu er stráð yfir parmesan og svo mozzarella. 15) Síðan er haldið áfram að raða eggaldinsneiðum, tómatssósu, parmesan og mozzarella og svo koll af kolli þar til eggaldinsneiðarnar eru búnar þá endið þið á að tómatssósu og stráið parmesan yfir að endingu. Setjið inn í 200 gráðu heitan ofninn og bakið í u.þ.b. 40 mínútur.
Það er alltaf góð regla að leita ekki langt yfir skammt þegar para á saman vín og mat, vínin úr héraðinu eru oft á tíðum besta valið. Með þessum rétti er því um að gera að velja bragðmikið vín frá suðurhéruðunum, t.d. vín úr þrúgum á borð við Primitivo eða Negro amaro. Rauðvínið Il Falcone Riserva er virkilega gott vín sem hentar vel með þessum dásamlega rétti.
Njótið herlegheitanna til hins ýtrasta í faðmi fjölskyldu og góðra vina...
Njótið herlegheitanna til hins ýtrasta í faðmi fjölskyldu og góðra vina...