Eggaldin, eða Melanzane eins og það heitir á ítölsku, er sennilega upprunið frá Indlandi. Það barst fyrst til Ítalíu með Aröbum og þar sem áhrif Araba voru mest á Sikiley eru margar af helstu uppskriftum tengdum eggaldin upprunnar þaðan, t.d. Spaghetti alla Norma og Parmigiana di melanzane.
Ein kenning segir að eggaldin geti verið karlkyns eða kvenkyns og þá eiga karlkyns eggaldin að smakkast betur. Ekki ætla ég að leggja dóm á trúverðugleika þessarar kenningar, læt aðra um það. Best er að kaupa eggaldin þegar þau er ný þar sem þau eiga að vera stinn og gljáandi en ekki mött og hrukkótt. Lagið á þeim fer eftir tegund þeirra og er bragðið það sama hvort sem þau eru þykk eða mjóslegin.
Eggaldin hefur lengi verið talið hráefni sem inniheldur lítið af næringarefnum en því fer fjarri. Eggaldin eru rík af bæði járni og kalki, innihalda mikið magn af trefjum og slatta af K-vítamíni. Á sama tíma inniheldur eggaldin tiltölulega fáar hitaeiningar, ekki gramm af fitu og er svona svakalega gott á bragðið.
Hér fyrir neðan gefur að líta nokkrar dásamlegar uppskriftir í boði MINITALIA þar sem uppistaðan er að sjálfsögðu eggaldin.
Ein, tvær, þrjár, fjórar, fimm og sex uppskriftir með eggaldin, sjálfu grænmeti guðanna.
Eggaldin hefur lengi verið talið hráefni sem inniheldur lítið af næringarefnum en því fer fjarri. Eggaldin eru rík af bæði járni og kalki, innihalda mikið magn af trefjum og slatta af K-vítamíni. Á sama tíma inniheldur eggaldin tiltölulega fáar hitaeiningar, ekki gramm af fitu og er svona svakalega gott á bragðið.
Hér fyrir neðan gefur að líta nokkrar dásamlegar uppskriftir í boði MINITALIA þar sem uppistaðan er að sjálfsögðu eggaldin.
Ein, tvær, þrjár, fjórar, fimm og sex uppskriftir með eggaldin, sjálfu grænmeti guðanna.