Hér erum við að tala um spaghettírétt þar sem hréfni á borð við hráskinku, tómata, papriku og chilli fær að njóra sín alveg í botn. Hann er bragmikill á sama tíma og ferskleikinn er sannarlega í fyrirrúmi. Þetta er svona réttur sem lætur mann hverfa í huganum í lítið þorp í suðurströnd Ítalíu, þar sem setið er á lítilli verönd, á ennþá minni veitingastað, með útsýnið út á miðjarðarhafið eins langt og augað eygir.
Hráefni fyrir fjóra
1) 400 gr linguini eða spaghettí 2) 200 gr hráskinka, skorin í strimla 3) 1 stk rauðlaukur, skorinn í þunnar sneiðar 4) 1 chillibelgur, stærð fer eftir hversu mikið bit maður vill hafa í réttinum 5) 1 stk rauðar paprikur, skornar í örmjóa strimla, má sleppa 6) 6 stk þroskaðir tómatar, kjarninn fjarlægður og skornir í litla bita. 7) eitt búnt af ítalskri steinselju, smáttskorið 8) safi úr hálfri sítrónu 9) ólífuolía 10) 80 gr parmesan
Aðferð
1) Hitið skvettu af ólífuolíu á pönnu, 2) Skerið hráskinkuna í þunna strimla og bætið þeim á pönnuna og steikið þar til strimlarnir eru orðnir stökkir. 3) Þerrið strimlana á pappír og leggið til hliðar.
1) 400 gr linguini eða spaghettí 2) 200 gr hráskinka, skorin í strimla 3) 1 stk rauðlaukur, skorinn í þunnar sneiðar 4) 1 chillibelgur, stærð fer eftir hversu mikið bit maður vill hafa í réttinum 5) 1 stk rauðar paprikur, skornar í örmjóa strimla, má sleppa 6) 6 stk þroskaðir tómatar, kjarninn fjarlægður og skornir í litla bita. 7) eitt búnt af ítalskri steinselju, smáttskorið 8) safi úr hálfri sítrónu 9) ólífuolía 10) 80 gr parmesan
Aðferð
1) Hitið skvettu af ólífuolíu á pönnu, 2) Skerið hráskinkuna í þunna strimla og bætið þeim á pönnuna og steikið þar til strimlarnir eru orðnir stökkir. 3) Þerrið strimlana á pappír og leggið til hliðar.
4) Hitið ólífuolíu á góðri pönnu. 5) setjið fyrst rauðlaukinn á pönnuna, 6) síðan hráskinkuna,
7) svo tómatana 8) og að lokum paprikuna og chilli. Blandið þessu saman, leyfið þessu að svitna í 1-2 mínútur. 9) Sjóðið pastað, farið eftir leiðbeiningunum á pakkanum og ofsjóðið það ekki. Ef þú vilt vita allt um pastasuðu ýttu þá hér.
10) Bætið saman við 1-2 ausum af pastavatninu saman við og látið þetta sjóða áfram við miðlungshita í 7-8 mínútur eða þar til pastað er tilbúið. Við viljum ekki steikja hráefnin of mikið þannig að þau verði stökk, heldur viljum við töluverða mýkt í þennan rétt. 11) Þegar pastað er tilbúið er því blandað saman við herlegheitin á pönnunni. 12) Bætið við saxaðri steinseljunni
13) ásamt safa úr hálfri sítrónu. 14) Stráið að lokum nýrifnum parmesan yfir réttinn og blandið öllu vel saman. 15) Setjið hæfilegt pasta á hvern disk, smá magn af stökkri hráskinku og stráið að lokum nýrifnum parmesan og berið strax fram.
Með þessum rétti mælir MINITALIA með Il Nostro Rosso Puglia IGT 2015
Það hefur verið stunduð vínrækt í Púglía í fjögur þúsund ár, lengur en í flestum öðrum héruðum Ítalíu. Í Púglía er framleitt meira magn af víni en í nokkru öðru héraði landsins. Á undanförnum árum hefur vínræktin í Púglía tekið stakkaskiptum og framfarirnar verið miklar, þökk sé nýrri tækni og nýjum viðhorfum í vínræktinni.
Vínið sem hér um ræðir, Il Nostro Rosso Puglia IGT 2015, kemur einmitt frá héraðinu Púglía og er framleitt úr tveimur af helstu þrúgum þess, Negro Amaro og Primitivo, ásamt pínulitlu magni af þrúgunni Malvasia Nera. En þess má geta að þetta vín er einvörðungu framleitt úr lífrænt ræktuðum þrúgum. Vínið er að hluta til látið þroskast í eikartunnum í sex mánuði áður en því er tappað á flöskur og sett á markað.
Þetta rúbínrauða vín tekur á móti manni með angan af rauðum ávexti, kirsuber ríkjandi. Þetta er ávaxtaríkt vín, mjúk tannín og ágætis sýra. Hér er um að ræða létt, mjúkt og þægilegt vín sem hentar vel með ýmsum ítölskum pastaréttum.
Vínið sem hér um ræðir, Il Nostro Rosso Puglia IGT 2015, kemur einmitt frá héraðinu Púglía og er framleitt úr tveimur af helstu þrúgum þess, Negro Amaro og Primitivo, ásamt pínulitlu magni af þrúgunni Malvasia Nera. En þess má geta að þetta vín er einvörðungu framleitt úr lífrænt ræktuðum þrúgum. Vínið er að hluta til látið þroskast í eikartunnum í sex mánuði áður en því er tappað á flöskur og sett á markað.
Þetta rúbínrauða vín tekur á móti manni með angan af rauðum ávexti, kirsuber ríkjandi. Þetta er ávaxtaríkt vín, mjúk tannín og ágætis sýra. Hér er um að ræða létt, mjúkt og þægilegt vín sem hentar vel með ýmsum ítölskum pastaréttum.