MINITALIA
  • AFTUR HEIM
  • HÉRUÐ ÍTALÍU
    • ABRUZZO
    • BASILICATA
    • CALABRÍA
    • CAMPANÍA
    • EMILIA - ROMAGNA
    • FRIULI - VENEZIA GIULIA
    • LAZIO
    • LÍGÚRÍA
    • LOMBARDÍA
    • MARCHE
    • MOLISE
    • PIEMONTE
    • PUGLIA
    • SARDINÍA
    • SIKILEY
    • TOSKANA
    • TRENTINO - ALTO ADIGE
    • ÚMBRÍA
    • VALLE D'AOSTA
    • VENETO
  • UPPSKRIFTIR
    • FORRÉTTIR
    • PASTA
    • RISOTTÓ
    • PIZZUR
    • AÐALRÉTTIR
    • EFTIRRÉTTIR
    • BRAUÐ OG KÖKUR
    • SÓSUR OG PESTÓ
  • FERÐALAGIÐ
    • AMALFÍ
    • BERGAMO
    • BOLOGNA
    • CAPRI
    • CINQUE TERRE
    • FENEYJAR
    • FLÓRENS
    • GENÓA
    • LUCCA
    • MINORI
    • MÍLANÓ
    • PARMA
    • PISA
    • PORTOFINO
    • POSITANO
    • RAVELLO
    • SAN GIMIGNANO
    • SAN REMO
    • SIENA
    • TÓRÍNÓ
    • TRIESTE
    • VERONA
    • VIAREGGIO
  • UM MINITALIA

Cecchi Chianti Classico DOCG 2011

8/18/2014

0 Comments

 
Picture
Vínhúsið Cecchi er eitt af þessum gamalgrónu í Toscana, stofnað árið 1893 af Luigi Cecchi og fljótlega fór sonur hans, Cesare Cecchi, að starfa við hlið föður síns. Vínhúsið Cecchi hefur ávallt lagt mikla áherslu á að framleiða klassísk og vönduð vín sem trú eru uppruna sínum. Vínið sem hér um ræðir, Cecchi Chianti Classico DOCG 2011, er þar engin undantekning. Það er framleitt 90% úr þrúgunni Sangiovese en afgangurinn samanstendur af hinum ýmsu þrúgutegundum. Vínið er fyrst látið þroskast á eikartunnum í 6 mánuði og svo látið þroskast í að minnsta kosti 2 mánuði á flösku áður en það er sett á markað.
 
Lýsing: Kirsuberjarautt. Meðalfylling, þurrt, fersk sýra, miðlungstannín. Rauð ber, skógarbotn.

Einkunnir ýmissa fagaðila:
James Suckling: 87/100 – Wine Enthusiast: 87/100 – Vinotek: 4 stjörnur.

Cecchi Chianti Classico DOCG 2011 fæst í vínbúð allra landsmanna og kostar kr. 2.595. Hér er um að ræða virkilega gott Chianti Classico vín á mjög góðu verði.

Njótið í botn með bragðmiklum pastasósum og jafnvel með góðri nautasteik, lambakjöti eða léttri villibráð.


0 Comments



Leave a Reply.

© 2013 Minitalia.is - Allur réttur áskilinn - [email protected]