Cantucci eru heimsfrægar smákökur, upprunnar frá borginni Prato í Toscana. Þessar ílöngu smákökur eru oft ranglega kallaðar „biscotti“ hér á landi sem þýðir einfaldlega„tvíbakaðar“ og er lýsandi fyrir bökunaraðferðinni, þ.e. að þær eru settar tvisvar inn í ofninn. Þessar smákökur hafa þann kost að þær geymast lengi og því tilvalið að eiga ávallt nóg af þeim þegar góða gesti bera að garði.
Á Ítalíu er hefð fyrir því að fá sér Cantucci ásamt glasi af Vin Santo sem er sætt eftirréttavín, upprunnið frá Toscana. En einnig hefur skapast hefð fyrir því, sérstaklega fyrir utan Ítalíu, að gæða sér á Cantucci með góðum kaffibolla.
Hér er um að ræða uppskrift sem er mjög nálægt þeirri upprunalegu frá Prato í Toscana. En með tíð og tíma hafa orðið til ýmsar útfærslur af þessum dásamlegu kökum, t.d. með því að bragðbæta þær með anís, sítrónu- eða appelsínuberki, rúsínum, súkkulaði eða þurrkuðum ávöxtum. Allt er leyfilegt og einungis ímyndunaraflið sem setur manni einhverjar skorður.
Á Ítalíu er hefð fyrir því að fá sér Cantucci ásamt glasi af Vin Santo sem er sætt eftirréttavín, upprunnið frá Toscana. En einnig hefur skapast hefð fyrir því, sérstaklega fyrir utan Ítalíu, að gæða sér á Cantucci með góðum kaffibolla.
Hér er um að ræða uppskrift sem er mjög nálægt þeirri upprunalegu frá Prato í Toscana. En með tíð og tíma hafa orðið til ýmsar útfærslur af þessum dásamlegu kökum, t.d. með því að bragðbæta þær með anís, sítrónu- eða appelsínuberki, rúsínum, súkkulaði eða þurrkuðum ávöxtum. Allt er leyfilegt og einungis ímyndunaraflið sem setur manni einhverjar skorður.
Hráefni
1) 4 egg plús ein eggjarauða 2) 500 gr hveiti 3) 280 gr sykur 4) 100 gr smjör 5) 4 gr lyftiduft 6) 250 gr möndlur 6) Ögn af salti 7) Eitt egg til að pensla yfir deigið áður en það fer inn í ofninn.
Aðferð
1) Hitið ofninn í 190 gráður, setjið möndlurnar á ofnplötu og setjið inn í ofn í 3-4 mínútur. 2) Hrærið saman eggjunum og sykrinum í hrærivél ásamt ögn af salti. 3) Bræðið smjörið í litlum potti, bætið því við blönduna okkar góðu og hrærið ögn lengur. 4) Bætið hveitinu smám saman við blönduna ásamt lyftiduftinu og hrærið vel saman 5) Að lokum eru möndlurnar settar saman við og blandað vel saman. 6) Takið ofnplötu með bökunarpappír og myndið 2-3 lengjur úr deiginu, c.a. 6-8 cm á breidd og 3 cm á hæð. Allt spurning hversu stórar maður vill hafa kökurnar. Deigið er í eðli sínu blautt og nokkuð klístrað þannig að það er gott að strá smá hveiti yfir deigið til að gera það ögn meðfærilegra 7) Pískið saman fimmta egginu og penslið því yfir lengjurnar. 8) Setjið nú deigið inn í 190 gráðu heitan ofn og bakið í u.þ.b. 20 mínútur. 9) Takið kökurnar úr ofninum og látið þær standa í c.a. 5 mínútur. 10) Skerið nú lengjurnar í c.a. 1,5-2 cm breiða bita með vel beittum hníf. 11) Leggið kökurnar á hliðina og raðið þeim aftur á plötuna. 12) Setjið kökurnar inn í 170 gráðu heitan ofn og bakið í u.þ.b. 15 mínútur. 13) Takið kökurnar úr ofninum og leyfið þeim að standa í smá stund áður en þeirra neytt.
Njótið til hins ýtrasta þegar góða gesti ber að garði, dásamlegar ásamt nokkrum tárum af Vin Santo.
1) 4 egg plús ein eggjarauða 2) 500 gr hveiti 3) 280 gr sykur 4) 100 gr smjör 5) 4 gr lyftiduft 6) 250 gr möndlur 6) Ögn af salti 7) Eitt egg til að pensla yfir deigið áður en það fer inn í ofninn.
Aðferð
1) Hitið ofninn í 190 gráður, setjið möndlurnar á ofnplötu og setjið inn í ofn í 3-4 mínútur. 2) Hrærið saman eggjunum og sykrinum í hrærivél ásamt ögn af salti. 3) Bræðið smjörið í litlum potti, bætið því við blönduna okkar góðu og hrærið ögn lengur. 4) Bætið hveitinu smám saman við blönduna ásamt lyftiduftinu og hrærið vel saman 5) Að lokum eru möndlurnar settar saman við og blandað vel saman. 6) Takið ofnplötu með bökunarpappír og myndið 2-3 lengjur úr deiginu, c.a. 6-8 cm á breidd og 3 cm á hæð. Allt spurning hversu stórar maður vill hafa kökurnar. Deigið er í eðli sínu blautt og nokkuð klístrað þannig að það er gott að strá smá hveiti yfir deigið til að gera það ögn meðfærilegra 7) Pískið saman fimmta egginu og penslið því yfir lengjurnar. 8) Setjið nú deigið inn í 190 gráðu heitan ofn og bakið í u.þ.b. 20 mínútur. 9) Takið kökurnar úr ofninum og látið þær standa í c.a. 5 mínútur. 10) Skerið nú lengjurnar í c.a. 1,5-2 cm breiða bita með vel beittum hníf. 11) Leggið kökurnar á hliðina og raðið þeim aftur á plötuna. 12) Setjið kökurnar inn í 170 gráðu heitan ofn og bakið í u.þ.b. 15 mínútur. 13) Takið kökurnar úr ofninum og leyfið þeim að standa í smá stund áður en þeirra neytt.
Njótið til hins ýtrasta þegar góða gesti ber að garði, dásamlegar ásamt nokkrum tárum af Vin Santo.