Í héraðinu Piemonte árið 1860 hóf Gaspare Campari kynna Campari fyrir samlöndum sínum. Enn er notast við hina upprunalegu uppskrift og inniheldur hún hvorki meira né minna en 68 náttúruleg hráefni, þ.á.m. krydd, jurtir og ávexti. Einungis tveir aðilar í heiminum kunna uppskriftina frá upphafi til enda og ferðast þessir tveir aðilar skiljanlega ekki saman í flugvél. Árið 1904 opnaði fyrirtækið sína fyrstu verksmiðju í Sesto San Giovanni sem er í nágrenni við Mílanó. Drykkurinn varð fljótt þekktur innan Ítalíu en það var undir stjórn sonar Gaspare, Davide Campari, sem fyrirtækið hóf útflutning á drykknum, fyrst til Nice í Frakklandi en er í dag seldur í yfir 190 löndum um allan heim.
Campari og sódavatn er mjög vinsæll drykkur, svo vinsæll að hægt er að kaupa Campari Soda í litlum en heimsfrægum flöskum, hönnuðum af Fortunato Depero árið 1932. Þessar flöskur nýtti hönnuðurinn Raffaele Celentano sér árið 2002 við hönnun á ljósinu Campari Light fyrir hollenska framleiðandann Ingo Maurer. Auki er Campari Soda er Campari mikilvægur hluti af mörgum kokkteilum, t.d. Negroni, Garibaldi og Americano.