Bresaola er upprunalega frá svæðinu Valtellina í héraðinu Lombardia. Þetta er loftþurrkaður, saltaður nautavöðvi sem hefur fengið að þroskast í 2-3 mánuði þar til hann er orðinn harður viðkomu og dökkrauður að lit, næstum fjólublár. Fyrst er skorin burt öll fita af vöðvanum, því næst er nuddaður með grófu sjávarsalti kryddjurtum á borð við kanil, negul, blóðbergi, pipar, rósmarín og múskat ásamt einiberjum. Síðan er vöðvinn látinn þroskast í tvo til þrjá mánuði, fer allt eftir þyngd vöðvans, áður en hann er tilbúinn til neyslu.
Þrátt fyrir að það sé oftast nautavöðvi sem notaður er við framleiðsluna þá er líka hefð fyrir því að nota hrossakjöt. Hér á landi er einn aðili, ítalinn Roberto Tariello, sem framleiðir Bresaola úr hrossakjöt eftir aldagömlum ítölskum aðferðum. Afurðir hans er hægt að nálgast t.d. í Búrinu, Frú Laugu og Ostabúðinni á Skólavörðustíg.
Bresaola er oftast skorin í þunnar sneiðar og venjulega neytt eitt og sér. En einnig má skvetta ólífuolíu yfir herlegheitin, safa úr sítrónu eða balsamic ediki og bera það fram með klettasalati, nýmöluðum pipar og flögum af ferskum Parmigiano Reggiano. Best er að geyma Bresaola þétt vafið í plastfilmu inn í ískáp. Hér á landi má nálgast Bresaola t.d. í Hagkaup og Ostabúðinni á Skólavörðustíg.
Bresaola er oftast skorin í þunnar sneiðar og venjulega neytt eitt og sér. En einnig má skvetta ólífuolíu yfir herlegheitin, safa úr sítrónu eða balsamic ediki og bera það fram með klettasalati, nýmöluðum pipar og flögum af ferskum Parmigiano Reggiano. Best er að geyma Bresaola þétt vafið í plastfilmu inn í ískáp. Hér á landi má nálgast Bresaola t.d. í Hagkaup og Ostabúðinni á Skólavörðustíg.