Vínframleiðandinn Benanti hefur stundað víngerð í hlíðum eldfjallsins Etnu á Sikiley síðan á nítjándu öld. Benanti-fjölskyldan með Giuseppe Benanti í fararbroddi hefur undanfarna áratugi stundað viðamiklar rannsóknir á jarðvegi og staðbundnum þrúgum svæðisins ásamt því að þróa sig áfram með nýjar framleiðsluaðferðir.
Vínið Benanti Rosso di Verzela 2009 er framleitt úr staðbundnu þrúgunum Nerello Mascalese og Nerello Cappuccio. Vínið er fyrst látið þroskast í 225 lítra tunnum í 8-10 mánuði og að lokum látið þroskast á flöskum í nokkra mánuði áður en það er sett á markað.
Lýsing: Múrsteinsrautt. Meðalfylling, þurrt, fersk sýra, þroskuð tannín. kirsuber, hindber, jörð, krydd
Einkunnir ýmissa fagaðila:
Wine Enthusiast: 89/100 – James Suckling: 88/100
Benanti Rosso di Verzella 2009 fæst í Vínbúðinni og kostar kr. 2.898.
Njótið þessa víns t.d. með rauðu kjöti eða þroskuðum ostum.
Vínið Benanti Rosso di Verzela 2009 er framleitt úr staðbundnu þrúgunum Nerello Mascalese og Nerello Cappuccio. Vínið er fyrst látið þroskast í 225 lítra tunnum í 8-10 mánuði og að lokum látið þroskast á flöskum í nokkra mánuði áður en það er sett á markað.
Lýsing: Múrsteinsrautt. Meðalfylling, þurrt, fersk sýra, þroskuð tannín. kirsuber, hindber, jörð, krydd
Einkunnir ýmissa fagaðila:
Wine Enthusiast: 89/100 – James Suckling: 88/100
Benanti Rosso di Verzella 2009 fæst í Vínbúðinni og kostar kr. 2.898.
Njótið þessa víns t.d. með rauðu kjöti eða þroskuðum ostum.