Basilíka er upprunalega frá Indlandi og hefur verið ræktuð í meira en 5000 ár. Basilíka er ein allra mikilvægasta kryddjurtin í ítalskri matargerð. Í Genóa, heimkynnum basilíkunnar, og með allri strönd Lígúríu má víða finna basilíkuilm í lofti. Þar er hún ræktuð bókstaflega út um allt og í hvaða íláti sem er, t.d. gömlum skaftpottum, plastfötum eða fagurfræðilega máluðum leirkerum. En íbúar Genóa standa í þeirri trú að mild hafgolan sé nauðsynleg til að basilíkan fái rétta bragðið.
Bragð basilíkunnar bætir svo sannarlega marga rétti og gerir einfalda rétti að veisluréttum. Pasta fyllt með spínati og ricotta er einna best með einfaldri sósu úr bræddu smjöri, parmesan og fáeinum blöðum af basilíku. Salat úr tómötum og mozzarella verður að sannkölluðum veislukosti ef þremur eða fjórum blöðum af basilíku er stungið innan um tómatssneiðarnar og ostinn. Yfirleitt má bæta alla rétti sem innihalda tómata í einhverri mynd með því að bæta við þá nokkur blöð af basilíku.
Lítið mál er að rækta nokkrar basilíkuplöntur í eldhúsglugganum hér á landi og nýta þær stóran hluta ársins. Takið þrjá nokkuð stóra potta, setjið smá lag af vikri í botninn á hverjum þeirra og fyllið þá síðan af mold. Sáið síðan fræjum úr einum venjulegum fræpoka jafnt í pottana þrjá. Vökvið vel og setjið að lokum plastfilmu yfir pottana. Með þessari aðferð fær maður stórar og flottar plöntur sem geta enst lengi. Gott er að hafa alltaf vatn í undirskálinni hjá hverri plöntu og eins er gott að vökva plönturnar líka beint í moldina. Basilíkuplantan er mikil prinsessa og ber að umgangast hana sem slíka.
En þurrkuð basilíka kemur alls ekki í staðinn fyrir ferska, en áður veturinn kemur og skammdeigið skella á með fullum þunga er gott að týna blöðin og frysta þau til að nota í sósur yfir vetrartímann. Bragðið geymist best þegar fjögur eða fimm blöð eru sett í plastílát, t.d. tóma jógúrt- eða skyrdós, vatni síðan hellt yfir þau og dósin sett í frysti. Ísmolana með blöðunum má síðan þýða eða setja þá bara í heilu lagi út í tómatsósu.
En þurrkuð basilíka kemur alls ekki í staðinn fyrir ferska, en áður veturinn kemur og skammdeigið skella á með fullum þunga er gott að týna blöðin og frysta þau til að nota í sósur yfir vetrartímann. Bragðið geymist best þegar fjögur eða fimm blöð eru sett í plastílát, t.d. tóma jógúrt- eða skyrdós, vatni síðan hellt yfir þau og dósin sett í frysti. Ísmolana með blöðunum má síðan þýða eða setja þá bara í heilu lagi út í tómatsósu.