Baccalà alla maremmana er bragðmikill saltfisksréttur frá svæðinu Maremma í Toskana. Hérna leggja Ítalir fram uppskriftina en hráefnið að sjálfsögðu íslenskt enda er það mat margra að íslenski saltfiskurinn sé sá allra besti. Hér er um að ræða frábæran aðalrétt sem er bæði auðveldur og fljótlegur í framkvæmd.
Hráefni handa fjórum
1) 800 gr útvatnaður saltfiskur 2) 4 msk hveiti 3) 1 stk laukur 4) 1 dós tómatar í dós 5) steinselja 6) 2 stk hvítlauksrif 7) ólífuolía 8) salt 9) pipar.
Aðferð
1) Saxið hvítlauk, lauk og steinselju. 2) Hitið ólífuolíu á stórri pönnu. 3) Látið hvítlaukinn, laukinn og steinseljuna malla við lágan hita í 4-5 mínútur.
1) 800 gr útvatnaður saltfiskur 2) 4 msk hveiti 3) 1 stk laukur 4) 1 dós tómatar í dós 5) steinselja 6) 2 stk hvítlauksrif 7) ólífuolía 8) salt 9) pipar.
Aðferð
1) Saxið hvítlauk, lauk og steinselju. 2) Hitið ólífuolíu á stórri pönnu. 3) Látið hvítlaukinn, laukinn og steinseljuna malla við lágan hita í 4-5 mínútur.
4) Bætið við einni dós af tómötum út á pönnuna. 5) Látið þetta malla við meðalhita í 4-5 mínútur og leggið svo til hliðar. Hér má pipra eftir smekk en saltið ekki fyrr en í lokin 6) Setjið hveiti í skál.
7-8) Veltið saltfisksbitunum upp úr hveitinu, einum í einu en öllum fyrir rest. 9) Hitið olíu til djúpsteikingar á pönnu eða góðum potti.
10) Leggið saltfisksbitana í olíuna og steikið þá í fáeinar mínútur á hvorri hlið. 11) Færið saltfisksbitana úr olíunni yfir í sósuna góðu. 12) Látið malla í u.þ.b. 15 mínútur á vægum hita. Eftir að saltfiskurinn er búinn að malla í sósunni í 10 mínútur er gott að smakka sósuna til og bæta við salti og pipar eftir þörfum. Gott er að strá smátt saxaðri steinselju yfir herlegheitin í lokin.
Þetta er réttur þar sem rauðvín ætti að verða fyrir valinu, og um að gera að halda sér í nágreninu, t.d. Tommasi Poggio al Tufo Rompicollo Maremma Toscana. Það eru góð kaup í þessu víni, sérstaklega í kassavíninu.