Á Ítalíu er kaffimenningin rótgróin og hefðirnir sterkar. Fullkominn espresso er svo sannarlega mikilvægur þáttur í daglegu lífi Ítala en venjulegur espresso kallast caffé á Ítalíu. Margir Ítalir koma við á kaffibarnum sínum á leið til vinnu og skjóta á sig einum espresso. En hinir ítölsku kaffibarir eru um margt ólíkir kaffihúsunum hér á Íslandi og því hvernig Ítalir drekka sitt guðdómlega kaffi. Hér fyrir neðan eru 5 reglur sem nauðsynlegt er að fylgja þegar maður ætlar að fá sér kaffi á ítölskum kaffibar:
1. Ekki panta cappuccino eftir kl. 12.00 að hádegi.
Þetta er aðalreglan þegar kemur að kaffi og þar af leiðandi er hún höfð númer eitt. Ítalir drekka nær eingöngu mjólk með morgunmatnum og þar af leiðandi áttu von á því að fá skrýtið augnaráð ef þú pantar cappuccino eftir klukkan 12.00 að hádegi. Þar að auki líta á Ítalir á cappuccino einn og sér sem góðan morgunmat, gott er að bæta við einu brioce fyllt með silkimjúku súkkulaði.
2. Ekki biðja um „espresso“
Ekki biðja um espresso heldur „caffé“ eða „caffé normale“ eins og espresso er jafnan kallaður um gjörvalla Ítalíu.
3. Ekki setjast til borðs
Ítalir skjóta yfirleitt á sig einum „caffé“ eða „cappuccino“ standandi við barinn. Ef þú vilt setjast til borðs, vertu þá reiðubúinn að greiða tvöfalt og stundum þrefalt verð fyrir drykkinn.
4. Fyrst borga, svo drekka
Yfirleitt er ákveðinn aðili á hverjum kaffibar sem sér um að taka við pöntunum og greiðslum, nokkurs konar
gjaldkeri. Fyrst fer maður hans, pantar og greiðir fyrir pöntunina. að því loknu fer maður með kassakvittunina á
barinn og biður kaffibarþjónin um það sem hefur þegar greitt fyrir.
5. Verður að vita hvað þú vilt
Á Ítalíu á espresso á sér ótal myndir og útgáfurnar fjölmargar. Það er því er mikilvægt að vita hvernig kaffi maður vill þegar maður er kominn á barinn. Það er ekki hægt að fara á barinn og biðja um „latte“ því þá myndi viðkomandi fá glas af mjólk, latté þýðir einfaldlega mjólk á ítölsku. Þið getið kynnt ykkur hinar ýmsu útfærslur af espresso hér.
1. Ekki panta cappuccino eftir kl. 12.00 að hádegi.
Þetta er aðalreglan þegar kemur að kaffi og þar af leiðandi er hún höfð númer eitt. Ítalir drekka nær eingöngu mjólk með morgunmatnum og þar af leiðandi áttu von á því að fá skrýtið augnaráð ef þú pantar cappuccino eftir klukkan 12.00 að hádegi. Þar að auki líta á Ítalir á cappuccino einn og sér sem góðan morgunmat, gott er að bæta við einu brioce fyllt með silkimjúku súkkulaði.
2. Ekki biðja um „espresso“
Ekki biðja um espresso heldur „caffé“ eða „caffé normale“ eins og espresso er jafnan kallaður um gjörvalla Ítalíu.
3. Ekki setjast til borðs
Ítalir skjóta yfirleitt á sig einum „caffé“ eða „cappuccino“ standandi við barinn. Ef þú vilt setjast til borðs, vertu þá reiðubúinn að greiða tvöfalt og stundum þrefalt verð fyrir drykkinn.
4. Fyrst borga, svo drekka
Yfirleitt er ákveðinn aðili á hverjum kaffibar sem sér um að taka við pöntunum og greiðslum, nokkurs konar
gjaldkeri. Fyrst fer maður hans, pantar og greiðir fyrir pöntunina. að því loknu fer maður með kassakvittunina á
barinn og biður kaffibarþjónin um það sem hefur þegar greitt fyrir.
5. Verður að vita hvað þú vilt
Á Ítalíu á espresso á sér ótal myndir og útgáfurnar fjölmargar. Það er því er mikilvægt að vita hvernig kaffi maður vill þegar maður er kominn á barinn. Það er ekki hægt að fara á barinn og biðja um „latte“ því þá myndi viðkomandi fá glas af mjólk, latté þýðir einfaldlega mjólk á ítölsku. Þið getið kynnt ykkur hinar ýmsu útfærslur af espresso hér.