Arnaldo Caprai lét loksins draum sinn rætast að stofna sína eigin víngerð árið 1971 þegar hann festi kaup á jörðinni Val di Maggio í Umbria og á rúmum fjórum áratugum hefur hann komið vínhúsi sínu í allra fremstu röð í héraðinu og þó víðar væri leitað.
Vínið Montefalco Rosso DOC 2010 er framleitt úr þrúgunum Sangiovese (70%), Sagrantino (15%) og Merlot (15%). Vínið er fyrst látið þroskast í 12 mánuði á viðartunnum, 70% á slóvenskum eikartunnum og 30% á frönskum eikartunnum, og að lokum er það geymt að minnsta kosti í fjóra mánuði áður en það er sett á markað. En þess má geta að fyrsti árgangurinn af þessu víni kom á markað árið 1975.
Lýsing: Kirsuberjarautt. Meðalfylling, þurrt, fersk sýra, miðlungstannín. Rauð ber, létt eik, hýði.
Einkunnir ýmissa fagaðila:
Wine Enthusiast: 90/100 - Cellar Tracker: 89/100 - Vinotek: 4,5 stjörnur
Arnaldo Caprai Montefalco Rosso DOC 2010 fæst í vínbúðinni og kostar kr. 3.390.
Njótið vel með rauðu og hvítu kjöti, pylsum og þroskuðum ostum.
Vínið Montefalco Rosso DOC 2010 er framleitt úr þrúgunum Sangiovese (70%), Sagrantino (15%) og Merlot (15%). Vínið er fyrst látið þroskast í 12 mánuði á viðartunnum, 70% á slóvenskum eikartunnum og 30% á frönskum eikartunnum, og að lokum er það geymt að minnsta kosti í fjóra mánuði áður en það er sett á markað. En þess má geta að fyrsti árgangurinn af þessu víni kom á markað árið 1975.
Lýsing: Kirsuberjarautt. Meðalfylling, þurrt, fersk sýra, miðlungstannín. Rauð ber, létt eik, hýði.
Einkunnir ýmissa fagaðila:
Wine Enthusiast: 90/100 - Cellar Tracker: 89/100 - Vinotek: 4,5 stjörnur
Arnaldo Caprai Montefalco Rosso DOC 2010 fæst í vínbúðinni og kostar kr. 3.390.
Njótið vel með rauðu og hvítu kjöti, pylsum og þroskuðum ostum.