MINITALIA
  • HEIM
  • HÉRUÐ ÍTALÍU
    • ABRUZZO
    • BASILICATA
    • CALABRÍA
    • CAMPANÍA
    • EMILIA - ROMAGNA
    • FRIULI - VENEZIA GIULIA
    • LAZIO
    • LÍGÚRÍA
    • LOMBARDÍA
    • MARCHE
    • MOLISE
    • PIEMONTE
    • PUGLIA
    • SARDINÍA
    • SIKILEY
    • TOSKANA
    • TRENTINO - ALTO ADIGE
    • ÚMBRÍA
    • VALLE D'AOSTA
    • VENETO
  • UPPSKRIFTIR
    • FORRÉTTIR
    • PASTA
    • RISOTTÓ
    • PIZZUR
    • AÐALRÉTTIR
    • EFTIRRÉTTIR
    • BRAUÐ OG KÖKUR
    • SÓSUR OG PESTÓ
  • VÍNDÓMAR
    • ÍTÖLSK VÍNGERÐ
    • VÍNHÉRUÐ ÍTALÍU >
      • SIKILEY
      • PIEMONTE
      • TOSKANA
      • ÚMBRÍA
      • VENETO
    • RAUÐVÍN
    • HVÍTVÍN
    • KOKTEILAR
  • FERÐALÖG
    • AMALFÍ
    • BOLOGNA
    • CAPRI
    • CINQUE TERRE
    • BERGAMO
    • FENEYJAR
    • GENÓA
    • LUCCA
    • MINORI
    • MÍLANÓ
    • PARMA
    • PISA
    • PORTOFINO
    • POSITANO
    • RAVELLO
    • SAN GIMIGNANO
    • SAN REMO
    • SIENA
    • TÓRÍNÓ
    • TRIESTE
    • VERONA
    • VIAREGGIO
  • LÍFSTÍLL
  • UM MINITALIA

Allt um matargerðina í LAZIO - þar sem einfaldleikinn ræður ríkjum

10/19/2015

0 Comments

 
Matargerð héraðsins einkennist af einföldum réttum sem bæði eru fljótlegir og auðveldir í framkvæmd en Spaghetti all'amatriciana og Spaghetti alla Carbonara eru góð dæmi um slíka rétti. Allt byggist á fersku hráefni sem stendur öllum til boða. Í Lazio er mikið borðað af brauði, ostum, ólífum, fersku grænmeti og pasta, ennfremur er lambakjöt talsvert á borðum hjá íbúum héraðsins. Jarðvegurinn héraðsins er ríkur af gosefnum sem gerir héraðið að mjög frjósömu akuryrkjulandi sem skapar kjöraðstæður til ræktunar ýmiskonar grænmetis sem oft er eldað á einfaldan hátt með ólífuolíu, kryddjurtum og hvítlauk. Í Lazio eru ræktaðar yfir 90 mismunandi tegundir af ætisþistlum og eru þeir matreiddir á margvíslegan hátt.
Picture
Ennfremur er ferskur fiskur, saltfiskur, skelfiskur og kuðungar hráefni sem spila stórt hlutverk í matargerð héraðsins. Íbúar héraðsins borða einnig meira af svína- og lambakjöti þó myndu flestir íbúar héraðsins velja nautakjöt ef þeir fengju að velja. Kjúklingur er líka meira notaður hér en í öðrum héruðum Ítalíu ásamt því að talsvert er borðað af kanínukjöti. Mikið er týnt af villtum sveppum og kryddjurtum í sveitum héraðsins og ennfremur eru sniglar vinsælir meðal íbúa þess.

Hér fyrir neðan eru uppskriftir af nokkrum dásamlegum réttum sem upprunnir í Lazio:
CARBONARA
ARRABBIATA
PUTTANESCA
AMATRICIANA
Mikil ostaframleiðsla er í héraðinu og einn mikilvægasti osturinn í héraðinu er Pecorino Romano frá Amatrice. Þetta er mjög saltur ostur sem framleiddur er úr sauðamjólk, svipar til Parmigiano Reggiano en er mun bragðsterkari. Pecorino Romano má aldrei nota í staðinn fyrir Parmigiano þar sem bragðið af honum er of sterkt í mildar sósur, en aftur á móti má alltaf  nota Parmigiano í staðinn fyrir Pecorino Romano. Ennfremur er mikið neytt af ricotta í Lazio sem er léttur og ferskur ostur sem fellur til við framleiðslu á Pecorino Romano. Ricotta er mikið notaður í lasagna, sem fylling í cannelloni og í ravioli og einnig ýmsa eftirrétti, t.d. ostkökur.
0 Comments



Leave a Reply.

© 2013 Minitalia.is - Allur réttur áskilinn - kjartan@minitalia.is