Matargerð héraðsins einkennist af einföldum réttum sem bæði eru fljótlegir og auðveldir í framkvæmd en Spaghetti all'amatriciana og Spaghetti alla Carbonara eru góð dæmi um slíka rétti. Allt byggist á fersku hráefni sem stendur öllum til boða. Í Lazio er mikið borðað af brauði, ostum, ólífum, fersku grænmeti og pasta, ennfremur er lambakjöt talsvert á borðum hjá íbúum héraðsins. Jarðvegurinn héraðsins er ríkur af gosefnum sem gerir héraðið að mjög frjósömu akuryrkjulandi sem skapar kjöraðstæður til ræktunar ýmiskonar grænmetis sem oft er eldað á einfaldan hátt með ólífuolíu, kryddjurtum og hvítlauk. Í Lazio eru ræktaðar yfir 90 mismunandi tegundir af ætisþistlum og eru þeir matreiddir á margvíslegan hátt.
Ennfremur er ferskur fiskur, saltfiskur, skelfiskur og kuðungar hráefni sem spila stórt hlutverk í matargerð héraðsins. Íbúar héraðsins borða einnig meira af svína- og lambakjöti þó myndu flestir íbúar héraðsins velja nautakjöt ef þeir fengju að velja. Kjúklingur er líka meira notaður hér en í öðrum héruðum Ítalíu ásamt því að talsvert er borðað af kanínukjöti. Mikið er týnt af villtum sveppum og kryddjurtum í sveitum héraðsins og ennfremur eru sniglar vinsælir meðal íbúa þess.
Hér fyrir neðan eru uppskriftir af nokkrum dásamlegum réttum sem upprunnir í Lazio:
Hér fyrir neðan eru uppskriftir af nokkrum dásamlegum réttum sem upprunnir í Lazio:
Mikil ostaframleiðsla er í héraðinu og einn mikilvægasti osturinn í héraðinu er Pecorino Romano frá Amatrice. Þetta er mjög saltur ostur sem framleiddur er úr sauðamjólk, svipar til Parmigiano Reggiano en er mun bragðsterkari. Pecorino Romano má aldrei nota í staðinn fyrir Parmigiano þar sem bragðið af honum er of sterkt í mildar sósur, en aftur á móti má alltaf nota Parmigiano í staðinn fyrir Pecorino Romano. Ennfremur er mikið neytt af ricotta í Lazio sem er léttur og ferskur ostur sem fellur til við framleiðslu á Pecorino Romano. Ricotta er mikið notaður í lasagna, sem fylling í cannelloni og í ravioli og einnig ýmsa eftirrétti, t.d. ostkökur.