Espressó hlýtur einfaldlega að vera drykkur guðanna. Espressó sameinar allt sem skiptir máli í einn lítinn bolla, þ.e. ómótstæðilegan ilm, dásamlegt bragð, fallegasta brúna lit veraldar og náttúrulega einstakan töffaraskap.
Orðið espressó er upphaflega dregið af lýsingarhætti þátíðar af ítölsku sögninni „esprimere“, sem þýðir einfaldlega „að þrýsta út. Orðið espressó hefur síðan unnið landvinninga um allan hinn vestræna heim og er þetta orð notað víðast hvar um þessa tegund af kaffi.
Orðið espressó er upphaflega dregið af lýsingarhætti þátíðar af ítölsku sögninni „esprimere“, sem þýðir einfaldlega „að þrýsta út. Orðið espressó hefur síðan unnið landvinninga um allan hinn vestræna heim og er þetta orð notað víðast hvar um þessa tegund af kaffi.
Aðferðin við að búa til espressó var fundin upp af Ítalanum Angelo Moriondo árið 1884 en hún felst í því að u.þ.b. 88 gráðu heitu vatni er þrýst í gegnum u.þ.b. 7 grömm af fínmöluðu kaffi. Eftir u.þ.b. 25 sekúndur eiga að vera komnir í bollann nákvæmlega 25 millilítrar af u.þ.b. 67 gráðu heitu espressó hulið fallegri brúnni froðu. Espressó er þykkara en kaffi sem búið er til eftir öðrum aðferðum
Helstu tölur:
Magn af kaffi: 7 grömm +/- 0,5 grömm
Hiti á vatni úr katli: 88 gráður +/- 2 gráður
Hiti komið í bolla: 67 gráður +/- 3 gráður
Tíma sem tekur að renna í gegn: 25 sekúndur +/- 5 sekúndur
Allar tölur hér fyrir ofan eru fengnar frá Instituo Nazionale Espresso Italiano
Helstu tölur:
Magn af kaffi: 7 grömm +/- 0,5 grömm
Hiti á vatni úr katli: 88 gráður +/- 2 gráður
Hiti komið í bolla: 67 gráður +/- 3 gráður
Tíma sem tekur að renna í gegn: 25 sekúndur +/- 5 sekúndur
Allar tölur hér fyrir ofan eru fengnar frá Instituo Nazionale Espresso Italiano
Það er í sjálfu sér ekki nein regla um ákveðna tegund af baunum eða brennslu á þeim þegar kemur að því að útbúa góðan espressó. Á suður-Ítalíu er oftast notast við dökkristaðar baunir á meðan þær verða sífellt ljósristaðari þegar maður fer norður á bóginn. Algengustu baunirnar er arabica og robusta og eru þær oftast blandaðar saman í hinum mismunandi hlutföllum. Arabica plantan vex aðallega í löndum Mið- og Suður-Ameríku. Arabica baunin öðlast alla jafna örlítið sætt bragð við brennslu, gefur bragðmilt kaffi með dálitlum sýrukeim og inniheldur u.þ.b. 1,4% koffein. Robusta baunin er aftur á móti aðallega ræktuð í Afríku og Asíu. Bragðeiginleikar robusta baunarinnar eru að mörgu leyti frábrugðnir Arabica bauninni en Robusta baunin gefur mikinn ilm, þónokkurn súkkulaðikeim og mikið eftirbragð. Robustabauninn inniheldur mun hærra hlutfall af koffeini eða u.þ.b. 2,7%.
Þessi aðferð hefur þann kost að vatn er einungis í snertingu við kaffi í mjög skamman tíma sem gerir það að verkum að óæskileg efnasambönd losna síður úr læðingi sem gerir espressó hollara en kaffi sem gert er samkvæmt öðrum aðferðum. Ennfremur dregur hátt hitastig vatnsins og hinn mikli þrýstingur draga fram hámarks bragðgæði sem gerir það einfaldlega að bragðbesta kaffi veraldar. Espressó er því einfaldlega það besta í heima, bæði fyrir líkama og sál.
Tengdar greinar:
Að fá sér kaffi á ítölskum kaffibar
Espressó er ekki bara espressó
Þessi aðferð hefur þann kost að vatn er einungis í snertingu við kaffi í mjög skamman tíma sem gerir það að verkum að óæskileg efnasambönd losna síður úr læðingi sem gerir espressó hollara en kaffi sem gert er samkvæmt öðrum aðferðum. Ennfremur dregur hátt hitastig vatnsins og hinn mikli þrýstingur draga fram hámarks bragðgæði sem gerir það einfaldlega að bragðbesta kaffi veraldar. Espressó er því einfaldlega það besta í heima, bæði fyrir líkama og sál.
Tengdar greinar:
Að fá sér kaffi á ítölskum kaffibar
Espressó er ekki bara espressó