Risotto með beikoni og saffran er virkilega gómsætur réttur þar sem uppistaðan eru risottogrjón og beikon ásamt skemmtilegu saffrantvisti í lokin. Hér erum við að tala um æðislegan rétt sem er allt í senn bragðgóður, fljótlegur og einfaldur. Réttur sem gengur fullkomlega upp!!!
Hráefni
1) 400 gr arborio grjón 2) 150 gr beikon 3) 1 stk laukur 4) 1/2 tsk saffranþræðir 5) 100 gr smjör 6) 100 gr parmesan 7) ólífuolía 8) 1-1,5 líter grænmetissoð
Aðferð
1) Hitið ólífuolíu á góðri pönnu. 2) Skerið beikonið í litla bita og látið það malla á pönnunni þar til fitan er orðin glær. Leggið til hliðar þar til síðar. 3) Skerið laukinn smátt, hitið ólífuolíu í stórum potti og steikið laukinn í smjörinu á lágum hita þar sem laukurinn má ekki verða brúnn, einungis mjúkur.
1) 400 gr arborio grjón 2) 150 gr beikon 3) 1 stk laukur 4) 1/2 tsk saffranþræðir 5) 100 gr smjör 6) 100 gr parmesan 7) ólífuolía 8) 1-1,5 líter grænmetissoð
Aðferð
1) Hitið ólífuolíu á góðri pönnu. 2) Skerið beikonið í litla bita og látið það malla á pönnunni þar til fitan er orðin glær. Leggið til hliðar þar til síðar. 3) Skerið laukinn smátt, hitið ólífuolíu í stórum potti og steikið laukinn í smjörinu á lágum hita þar sem laukurinn má ekki verða brúnn, einungis mjúkur.
4-5) Bætið grjónunum út í pottinn, hækkið hitann og steikið grjónin í ca. 2 mínútur. 6) Nú er farið að bæta soðinu út í pottinn smátt og smátt, alls ekki of mikið í einu. Núna eru ca. 18 mínútur eftir af eldunartímanum.
7-8) Þegar fimm mínútur eru eftir af eldunartímanum er beikonbitunum bætt út í grjónin og blandað vel saman. 9) Síðan er saffranþráðunum bætt út í pottinn en gott er að bæta út í smá soði um leið til að þræðirnir leysist auðveldlega upp. Haldið er áfram að bæta við soði út eldunartímann.
10) Þegar grjónin eru tilbúin eru þau tekin af hitanum og smjörstykkinu bætt út í pottinn. 11) Að lokum er ostinum bætt við 12) og öllu hrært vel saman.