Að sjóða pasta er dauðans alvara því engin sósa bjargar lélegu pasta, sama hversu sósan er góð. Að sjóða pasta er í sjálfu sér ekki flókin framkvæmd en til þess að niðurstaðan verði „al dente“ þarf að fylgja nokkrum grundvallarreglum. Ítalir leggja mikið upp úr því að sjálft pastað sé fyrsta flokks, annað hvort þurrkað pasta frá góðum framleiðanda, t.d. De Cecco, eða ferskt pasta, helst heimagert.
Stór og vandaður pottur er bráðnauðsynlegur, ætti að vera til á hverju heimili. Sérstakir pastasuðupottar með sigti geta verið hentugir en eru alls ekki nauðsynlegir. Aðalatriðið er að potturinn rúmi nægilega mikið vatn til til að sjóða það pasta sem þarf hverju sinni. En til að sjóða 500 grömm af pasta þarf að minnsta kosti fjóra lítra af vatni og tvær matskeiðar af salti. Látið vatnið bullsjóða áður en þið setjið saltið út í pottinn þar sem saltið bæði fer ekki vel með eldhúsáhöldin og hækkar ennfremur suðumark vatnsins.
Þegar vatnið er farið að bullsjóða á nýjan leik er kominn tími til að setja pastað út í pottinn. Það á aldrei, ég endurtek aldrei, að brjóta spaghettí ofan í pottinn heldur á að ýta því gætilega svo það brotni ekki. Ef notast er við nægilegt magn af vatni þá kemur suðan það fljótt upp aftur að lítil þörf er að setja lok á pottinn. Mikilvægt er að hræra öðru hverju í pastanu fyrstu 2-3 mínúturnar en það er tíminn sem sterkjan er að koma út í yfirborðið á pastanu og það getur mögulega límst saman. Eftir þessar 2-3 mínútur er vatnið farið að bullsjóða, sterkjan komin fram og því minni líkur að pastað festist saman.
Það skiptir öllu máli að taka tímann á pastasuðunni. Að taka tímann gefur manni samt ekki leyfi til að fara úr eldhúsinu, það myndi enginn Ítali gera. Langbest er að standa ávallt við pottinn, hræra öðru hverju og smakka við og við til að fylgjast með framvindunni. Rétta andartakið til að slökkva undir pottinum er þegar pastað er ennþá pínulítið hart undir tönn. Tíminn sem það tekur að láta renna af pastanu er akkúrat sá tíminn sem vantar upp á til að gera suðuna fullkomna. Sumir mæla með því að hella dálítið af köldu vatni á pastað til að stöðva suðuna en ef sigtið er tilbúið við höndina þá er það í flestum tilfellum ástæðulaust. Ef pastað hefur aftur á móti verið soðið aðeins of lengi má hella dálitlu af köldu vatni saman við pastað og hella svo af því.
Það er mjög mikilvægt að byrja aldrei að sjóða pastað fyrr en allir gestirnir eru komnir eru komnir í hús. Á veitingahúsum á Ítalíu er pastað soðið handa hverjum og einum og þar skilja menn ekkert í óþolinmóðum túristum sem vilja ekki bíða þann tíma sem tekur að sjóða pastað. Pastað sjálft og hvernig það er soðið eru nefnilega lykilatriðin að dásamlegri pastamáltíð.
Þegar vatnið er farið að bullsjóða á nýjan leik er kominn tími til að setja pastað út í pottinn. Það á aldrei, ég endurtek aldrei, að brjóta spaghettí ofan í pottinn heldur á að ýta því gætilega svo það brotni ekki. Ef notast er við nægilegt magn af vatni þá kemur suðan það fljótt upp aftur að lítil þörf er að setja lok á pottinn. Mikilvægt er að hræra öðru hverju í pastanu fyrstu 2-3 mínúturnar en það er tíminn sem sterkjan er að koma út í yfirborðið á pastanu og það getur mögulega límst saman. Eftir þessar 2-3 mínútur er vatnið farið að bullsjóða, sterkjan komin fram og því minni líkur að pastað festist saman.
Það skiptir öllu máli að taka tímann á pastasuðunni. Að taka tímann gefur manni samt ekki leyfi til að fara úr eldhúsinu, það myndi enginn Ítali gera. Langbest er að standa ávallt við pottinn, hræra öðru hverju og smakka við og við til að fylgjast með framvindunni. Rétta andartakið til að slökkva undir pottinum er þegar pastað er ennþá pínulítið hart undir tönn. Tíminn sem það tekur að láta renna af pastanu er akkúrat sá tíminn sem vantar upp á til að gera suðuna fullkomna. Sumir mæla með því að hella dálítið af köldu vatni á pastað til að stöðva suðuna en ef sigtið er tilbúið við höndina þá er það í flestum tilfellum ástæðulaust. Ef pastað hefur aftur á móti verið soðið aðeins of lengi má hella dálitlu af köldu vatni saman við pastað og hella svo af því.
Það er mjög mikilvægt að byrja aldrei að sjóða pastað fyrr en allir gestirnir eru komnir eru komnir í hús. Á veitingahúsum á Ítalíu er pastað soðið handa hverjum og einum og þar skilja menn ekkert í óþolinmóðum túristum sem vilja ekki bíða þann tíma sem tekur að sjóða pastað. Pastað sjálft og hvernig það er soðið eru nefnilega lykilatriðin að dásamlegri pastamáltíð.