Það tilheyra borginni tveir alþjóðlegir flugvellir, annars vegar Malpensa og hins vegar Linate, og ennfremur er oft flogið til Orio al Serio sem er staðsettur í Bergamo, ca. 45 km austur af Mílanó.
Malpensa
Malpensa, aðalflugvöllur borgarinnar, er stór og nýtískulegur flugvöllur. Það er langbest að taka hraðlestina, Malpensa Express, til að komast frá flugvellinum og inn til borgarinnar. Hún gengur á hálftíma fresti á milli Malpensa og lestarstöðvanna Cadorna annars vegar og Centrale hins vegar en þaðan er síðan hægt að taka neðanjarðarlestarnar um alla borg. Það tekur lestina 29-43 mínútur að komast inn í borgina og miði aðra leiðina kostar 11 evrur. Það er að auki hægt að taka rútu frá Malpensa en þá getur ferðin tekið allt frá 40 mínútum upp í 90 mínútur, allt eftir umferðarþunga.
Íslensku flugfélögin fljúga bæði á Malpensa í sumar. Flugleiðir verður með vikulegt flug í sumar, frá 24. maí til 1. september, og WOW air verður líka með vikulegt flug, alla laugardaga, frá 31 maí til 30 ágúst.
Linate
Linate er ögn minni en að sama skapi heimilislegur flugvöllur nánast inn í miðri borg. Það er auðvelt að taka strætisvagn númer 73 sem gengur alla leið á San Babila en þar getur maður tekið neðanjarðarlest M1 (rauða línan) út um alla borg. Síðan er að sjálfsögðu hægt að taka leigubíl og kosta þeir á bilinu 12-20 evrur inn í miðbæ borgarinnar, allt eftir umferðarþunga hverju sinni.
Easy Jet flýgur töluvert á þennan flugvöll og því auðvelt og oft á tíðum ódýrt að nýta sér þennan möguleika, t.d. með því að fljúga í gegnum London.
Orio al Serio
Olio al Serio er alþjóðaflugvöllur, staðsettur í Bergamo. Það hafa mörg lággjaldaflugfélög flogið á þennan flugvöll undanfarin ár, sérstaklega Ryan Air. Það er best að taka rútu frá Orio al Serio sem fer rakleiðis á lestarstöðina Centrale, miði aðra leiðina kostar 5 evrur og tekur ferðin rúman klukkutíma.
Malpensa
Malpensa, aðalflugvöllur borgarinnar, er stór og nýtískulegur flugvöllur. Það er langbest að taka hraðlestina, Malpensa Express, til að komast frá flugvellinum og inn til borgarinnar. Hún gengur á hálftíma fresti á milli Malpensa og lestarstöðvanna Cadorna annars vegar og Centrale hins vegar en þaðan er síðan hægt að taka neðanjarðarlestarnar um alla borg. Það tekur lestina 29-43 mínútur að komast inn í borgina og miði aðra leiðina kostar 11 evrur. Það er að auki hægt að taka rútu frá Malpensa en þá getur ferðin tekið allt frá 40 mínútum upp í 90 mínútur, allt eftir umferðarþunga.
Íslensku flugfélögin fljúga bæði á Malpensa í sumar. Flugleiðir verður með vikulegt flug í sumar, frá 24. maí til 1. september, og WOW air verður líka með vikulegt flug, alla laugardaga, frá 31 maí til 30 ágúst.
Linate
Linate er ögn minni en að sama skapi heimilislegur flugvöllur nánast inn í miðri borg. Það er auðvelt að taka strætisvagn númer 73 sem gengur alla leið á San Babila en þar getur maður tekið neðanjarðarlest M1 (rauða línan) út um alla borg. Síðan er að sjálfsögðu hægt að taka leigubíl og kosta þeir á bilinu 12-20 evrur inn í miðbæ borgarinnar, allt eftir umferðarþunga hverju sinni.
Easy Jet flýgur töluvert á þennan flugvöll og því auðvelt og oft á tíðum ódýrt að nýta sér þennan möguleika, t.d. með því að fljúga í gegnum London.
Orio al Serio
Olio al Serio er alþjóðaflugvöllur, staðsettur í Bergamo. Það hafa mörg lággjaldaflugfélög flogið á þennan flugvöll undanfarin ár, sérstaklega Ryan Air. Það er best að taka rútu frá Orio al Serio sem fer rakleiðis á lestarstöðina Centrale, miði aðra leiðina kostar 5 evrur og tekur ferðin rúman klukkutíma.