Það er margt í boði þegar kemur að næturlífi í Mílanó og allir geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi, hvort sem maður ætlar að kíkja í eitt glas á rólegum bar eða dansa undir dúndrandi takti fram á rauða nótt. Það er alltaf mikið líf á miðvikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardags- og sunnudagskvöldum en rólegra er yfir borginni hina daga vikunnar. Á flestum börum borgarinnar liggur fram tímaritið Zero2 sem er nokkurs konar leiðarvísir um næturlíf Mílanóborgar.
Margir af heitustu stöðum borgarinnar er að finna í nágrenni Corso Como, t.d. staði á borð við Loolapaloosa, Tocqueville 13 og Hollywood ásamt fleiri stöðum sem sprottið hafa upp í nágrenninu á undanförnum árum. Aðrir staðir eru t.d. Magazzini Generali, Rocket Milano (sem var í miklu uppáhaldi hjá mér fyrir u.þ.b. 10 árum síðan), Shu og Old Fashion Café. Oft geta myndast langar raðir fyrir utan þessi diskótek, gestalistarnir langi og mikið tekið fram fyrir röð. Það er t.d. vonlaust fyrir fjóra stráka að komast inn einir og sér, betra að vera fjórir strákar og tuttugu stelpur saman í hóp.
Í dag getur engin kallað sig tískuhönnuð í Mílanó nema vera búinn að setja á fót veitingastað, kaffihús, skemmtistað eða bar. Hérna erum við að tala um staði á borð við Armani Café, Cafe Trussardi, Just Cavalli Café, Gold by Dolce Gabbana og Gucci Café. Þetta er staðir sem eiga að endurspegla ímynd vörumerksins og það sem merkið á að standa fyrir. Það er að mörgu leyti áhugavert að kíkja á þessa staði en líklega er víða hægt að fá betri mat fyrir mun minni pening.
Þeir sem vilja kíkja á tónleika þá er að finna í borginni staði á borð við Scimmie, Rolling Stone og Alcatraz. Oft er hægt að finna góða tónleika fyrir ekki svo mikinn pening, kíkið á úrvalið á TicketONE.it.
Mikið úrval er af börum og skemmtistöðum við Navigli ásamt kaffi- og veitingahúsum sem opin eru langt fram á kvöld, t.d. er þar að finna barir á borð við Bond, Le Biciclette, Viola og Luca e Andrea. Í Navigli myndast oft skemmtileg stemming undir berum himni þar sem veitingahús eru oft með borð úti og mikið af fólki á röltinu. Síðan er að finna flotta bari í kringum Viale Monte Nero, t.d. Mom Café og Frescobar. Í Brera-hverfinu er ennfremur að finna ögn rólegri en engu að síður skemmtilega bari þar sem hægt er að setjast niður í einn drykk eða tvo eða jafnvel miklu fleiri.
Mikið úrval er af börum og skemmtistöðum við Navigli ásamt kaffi- og veitingahúsum sem opin eru langt fram á kvöld, t.d. er þar að finna barir á borð við Bond, Le Biciclette, Viola og Luca e Andrea. Í Navigli myndast oft skemmtileg stemming undir berum himni þar sem veitingahús eru oft með borð úti og mikið af fólki á röltinu. Síðan er að finna flotta bari í kringum Viale Monte Nero, t.d. Mom Café og Frescobar. Í Brera-hverfinu er ennfremur að finna ögn rólegri en engu að síður skemmtilega bari þar sem hægt er að setjast niður í einn drykk eða tvo eða jafnvel miklu fleiri.
Hér hefur verið stiklað á stóru um skemmtana- og næturlíf Mílanó. Það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi þegar farið er út á lífið í borginni því af nógu er að taka.