Á 170 hektara svæði í hlíðunum umhverfis þorpið Montalcino í Toscana framleiðir vínframleiðandinn Castello Banfi vínið sitt Brunello di Montalcino sem er nokkurs konar stolt víngerðarinnar. Castello Banfi er fjölskyldurekin víngerð, sett á stofn af Mariani fjölskyldunni árið 1978, og hefur á skömmum tíma orðið að einum þekktasta vínframleiðanda í Toscana.
Castello Banfi Brunello di Montalcino er framleitt eingöngu úr þrúgunni Brunello sem er afbrigði af þrúgunni Sangiovese. Vínið er fyrst látið þroskast tvö ár, aðallega í frönskum eikartunnum en að til hluta í slóvenskum eikartunnum. Síðan hefur vínið verið látið þroskast í tvö ár á flösku áður en það var sett á markað. Sumir segja að það þurfi að geyma vín þessarar tegundar í allt að tíu ár til þess að þau nái sínum hæstu hæðum.
Lýsing: Múrsteinsrautt. Þétt meðalfylling, þurrt, fersk sýra, þétt tannín. Rauð ber, krydd, jörð, eik.
Einkunnir ýmissa fagaðila:
James Suckling: 94/100 – Wine Enthusiast: 92/100 – Wine Spectator: 90/100
CellarTracker: 89/100 – Decanter: 16.5/20 – Vinotek: 5 stjörnur
Banfi Brunello di Montalcino 2007 fæst í Vínbúðinni og kostar kr. 5.898.
Gott er að umhella víninu með að minnsta kosti klukkutíma fyrirvara til að gefa víninu tækifæri til að opna sig. Njótið vel með rauðu kjöti, villibráð eða þroskuðum ostum.
Castello Banfi Brunello di Montalcino er framleitt eingöngu úr þrúgunni Brunello sem er afbrigði af þrúgunni Sangiovese. Vínið er fyrst látið þroskast tvö ár, aðallega í frönskum eikartunnum en að til hluta í slóvenskum eikartunnum. Síðan hefur vínið verið látið þroskast í tvö ár á flösku áður en það var sett á markað. Sumir segja að það þurfi að geyma vín þessarar tegundar í allt að tíu ár til þess að þau nái sínum hæstu hæðum.
Lýsing: Múrsteinsrautt. Þétt meðalfylling, þurrt, fersk sýra, þétt tannín. Rauð ber, krydd, jörð, eik.
Einkunnir ýmissa fagaðila:
James Suckling: 94/100 – Wine Enthusiast: 92/100 – Wine Spectator: 90/100
CellarTracker: 89/100 – Decanter: 16.5/20 – Vinotek: 5 stjörnur
Banfi Brunello di Montalcino 2007 fæst í Vínbúðinni og kostar kr. 5.898.
Gott er að umhella víninu með að minnsta kosti klukkutíma fyrirvara til að gefa víninu tækifæri til að opna sig. Njótið vel með rauðu kjöti, villibráð eða þroskuðum ostum.