Pizza Diavolo sem útleggst Djöflapizza á íslensku er stórgóð pizza sem að sjálfsögðu á að vera svolítið sterk. Hérna notast ég við salame piccante frá Tariello sem er Ítali, búsettur á Íslandi, sem framleiðir stórkostleg kjötálegg eftir aldagömlum ítölskum hefðum.
Munið svo að panta ekki pepperoni á pizzeríu á Ítalíu ef ykkur langar í rauninni ekki í papriku, pantið endilega salame piccante þar sem peperone þýðir paprika á ítölsku.
Munið svo að panta ekki pepperoni á pizzeríu á Ítalíu ef ykkur langar í rauninni ekki í papriku, pantið endilega salame piccante þar sem peperone þýðir paprika á ítölsku.
Hráefni
1) Pizzadeig, uppskrift hægt að sjá hér. 2) Pizzasósa, uppskrift hægt að sjá hér. 3) Mozzarella 4) Salame Piccante, hér er notast við álegg frá Tariello 5) Ólífuolía.
Aðferð
1) Fletjið út pizzudeigið 2) Setjið passlegt magn af pizzasósu á botninn. 3) Dreifið mozzarella yfir sósuna og því næst þunnskornum sneiðum af Salame Piccante 4) Hellið smá slettu af ólífuolíu yfir pizzuna áður en þið setjið pizzuna inn í brennandi heitan ofninn. 5) Bakið þar til botninn er orðinn stökkur, osturinn bráðinn og pizzan lítur einfaldlega stórkostlega út.
Gott er að notast við pizzustein, hvort sem pizzan er bökuð í ofni eða á útigrillinu. En þar sem ofnar, grill og pizzusteinar eru mismunandi að gerð og virkni þá er einfaldlega erfitt að gefa upp nákvæman bökunartíma. Svo best er að fylgjast vel með pizzunni í ofninum eða á grillinu, prófa sig áfram og ná með tímanum fullkomnun, hver við sínar aðstæður.
Pizzur eru náttúrulega yndislegt fyrirbæri og verða ennþá betri ef þeirra er notið í góðum félagsskap og jafnvel með glasi af léttu og ávaxtaríku rauðvíni.
1) Pizzadeig, uppskrift hægt að sjá hér. 2) Pizzasósa, uppskrift hægt að sjá hér. 3) Mozzarella 4) Salame Piccante, hér er notast við álegg frá Tariello 5) Ólífuolía.
Aðferð
1) Fletjið út pizzudeigið 2) Setjið passlegt magn af pizzasósu á botninn. 3) Dreifið mozzarella yfir sósuna og því næst þunnskornum sneiðum af Salame Piccante 4) Hellið smá slettu af ólífuolíu yfir pizzuna áður en þið setjið pizzuna inn í brennandi heitan ofninn. 5) Bakið þar til botninn er orðinn stökkur, osturinn bráðinn og pizzan lítur einfaldlega stórkostlega út.
Gott er að notast við pizzustein, hvort sem pizzan er bökuð í ofni eða á útigrillinu. En þar sem ofnar, grill og pizzusteinar eru mismunandi að gerð og virkni þá er einfaldlega erfitt að gefa upp nákvæman bökunartíma. Svo best er að fylgjast vel með pizzunni í ofninum eða á grillinu, prófa sig áfram og ná með tímanum fullkomnun, hver við sínar aðstæður.
Pizzur eru náttúrulega yndislegt fyrirbæri og verða ennþá betri ef þeirra er notið í góðum félagsskap og jafnvel með glasi af léttu og ávaxtaríku rauðvíni.