RÉTTIRNIR EFTIR TEGUNDUM
Ítalir vilja njóta matar síns í faðmi fjölskyldu og vina, taka sér góðan tíma og njóta lengi. Hefðbundin ítölsk máltíð hefst með antipasto sem felur í sér úrval forrétta, næst er komið að primo piatto sem getur verið pasta, risotto eða súpa. Svo er komið aðalréttinum, secondo piatto, sem venjulega er fiskur eða kjöt ásamt viðeigandi meðlæti sem kallast contorno. Í lok máltíðar gæðir maður sér oft á tíðum á gómsætum eftirrétt sem kallast dolce. Hér fyrir neðan eru réttirnir okkar flokkaðir eftir tegundum: