Viareggio er vinsæll strandbær sem þekur stóran hluta af riveríunni í Toscana sem gengur undir nafninu Versilia. Viareggio er ekki þessi týpíski strandbær með örfá íbúa heldur er hér um að ræða pínulitla borg þar sem búa 65.000 manns. Viareggio er einn frægasti strandbær Toscana og hefur lengi verið óhemju vinsæll áfangastaður, bæði af ítölum sem og erlendum ferðamönnum. Viareggio er sumardvalarstaður eins og Ítalir vilja hafa þá, þ.e. frábærar strandir, gott veður og flottir veitingastaðir. Allt til alls.
Glæsileg strandgata í gegnum bæinn endilangan
Eftir endilöngum bænum liggur 3 kílómetra löng strandgata, Promenade, þar sem hægt er að finna endalaust úrval af hótelum, veitingastöðum, börum, næturklúbbum, verslunum, kvikmyndahúsum, leikhúsum og listagalleríum. Flott stemming og mikið til að upplifa, á nóttu sem á degi. Gaman er að fá sér góða „passeggiata“ (á ítölsku: göngutúr) á kvöldin og upplifa fjölbreytt mannlífið.
Eftir endilöngum bænum liggur 3 kílómetra löng strandgata, Promenade, þar sem hægt er að finna endalaust úrval af hótelum, veitingastöðum, börum, næturklúbbum, verslunum, kvikmyndahúsum, leikhúsum og listagalleríum. Flott stemming og mikið til að upplifa, á nóttu sem á degi. Gaman er að fá sér góða „passeggiata“ (á ítölsku: göngutúr) á kvöldin og upplifa fjölbreytt mannlífið.
Frábærir sjávarréttastaðir
Það gott að fara út að borða í Viareggio, mikið úrval af veitingastöðum og klassinn yfirleitt hár. Það má sérstaklega mæla með veitingastöðum sem bjóða upp á frábæra rétti úr fersku sjávarfangi beint úr Miðjarðarhafinu, t.d. úr skelfisk, kolkrabba, smokkfisk, rækjum og svona mætti lengi telja. Ég rambaði fyrir tilviljun inn á lítinn stað fyrir mörgum árum og pantaði mér þann fræga rétt, Spaghetti alle vongole. Ég hef hvorki fyrr né síðar bragðað þennan rétt betri en einmitt þetta kvöld í Viareggio.
Carnevale di Viareggio
Í febrúar og mars á hverju ári síðan 1870 hefur verið haldið eitt stærsta og frægasta karnival veraldar í Viareggio, þ.e. Carnevale di Viareggio. Karnivalið á sér að sjálfsögðu stað eftir allri strandgötunni og stendur yfir í fimm helgar og kemur fólk hvaðanæva að til að fylgjast með herlegheitunum. Risastórar fígúrur, litríkir búningar og endalaus gleði einkennir bæinn á meðan karnivalið stendur yfir. Hérna er myndband frá Carnevale di Viareggio 2014.
Það gott að fara út að borða í Viareggio, mikið úrval af veitingastöðum og klassinn yfirleitt hár. Það má sérstaklega mæla með veitingastöðum sem bjóða upp á frábæra rétti úr fersku sjávarfangi beint úr Miðjarðarhafinu, t.d. úr skelfisk, kolkrabba, smokkfisk, rækjum og svona mætti lengi telja. Ég rambaði fyrir tilviljun inn á lítinn stað fyrir mörgum árum og pantaði mér þann fræga rétt, Spaghetti alle vongole. Ég hef hvorki fyrr né síðar bragðað þennan rétt betri en einmitt þetta kvöld í Viareggio.
Carnevale di Viareggio
Í febrúar og mars á hverju ári síðan 1870 hefur verið haldið eitt stærsta og frægasta karnival veraldar í Viareggio, þ.e. Carnevale di Viareggio. Karnivalið á sér að sjálfsögðu stað eftir allri strandgötunni og stendur yfir í fimm helgar og kemur fólk hvaðanæva að til að fylgjast með herlegheitunum. Risastórar fígúrur, litríkir búningar og endalaus gleði einkennir bæinn á meðan karnivalið stendur yfir. Hérna er myndband frá Carnevale di Viareggio 2014.
Stutt í margar af perlur Toscana
Viareggio er virkilega vel staðsett og stutt í margar af fallegustu borgum Toscana, t.d. eru rúmlega 20 km til Pisa, 20 km til Lucca, 42 km til La Spezia og 80 km til Flórens. Ennfremur er tilvalið að leigja sér hjól og hjóla um nærliggjandi skólendi og fyrir þá sem vilja enn meiri áreynslu er hægt að hjóla eða ganga upp í hlíðar Alpi Apuane, sem myndu kallast á íslensku Apuane-alparnir, en þar er að finna mörg falleg miðaldaþorp sem vert er að skoða.
Að komast til Viareggio
Það er þægilegast fyrir hinn íslenska ferðamann að fljúga í beinu flugi til Mílanó með Wow air eða Icelandair og þaðan til Viareggio með bílaleigubíl eða lest en vegalengdin frá Mílanó til Viareggio er rúmlega 200 km. Að auki er hægt að fljúga til London með Wow Air eða Icelandair og þaðan til Pisa með Ryan Air eða Easy Jet en frá Pisa til Viareggio eru u.þ.b. 20 km.
Viareggio er virkilega vel staðsett og stutt í margar af fallegustu borgum Toscana, t.d. eru rúmlega 20 km til Pisa, 20 km til Lucca, 42 km til La Spezia og 80 km til Flórens. Ennfremur er tilvalið að leigja sér hjól og hjóla um nærliggjandi skólendi og fyrir þá sem vilja enn meiri áreynslu er hægt að hjóla eða ganga upp í hlíðar Alpi Apuane, sem myndu kallast á íslensku Apuane-alparnir, en þar er að finna mörg falleg miðaldaþorp sem vert er að skoða.
Að komast til Viareggio
Það er þægilegast fyrir hinn íslenska ferðamann að fljúga í beinu flugi til Mílanó með Wow air eða Icelandair og þaðan til Viareggio með bílaleigubíl eða lest en vegalengdin frá Mílanó til Viareggio er rúmlega 200 km. Að auki er hægt að fljúga til London með Wow Air eða Icelandair og þaðan til Pisa með Ryan Air eða Easy Jet en frá Pisa til Viareggio eru u.þ.b. 20 km.